Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Íris Ellenberger skrifa 20. mars 2025 12:01 Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun