Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Árni Kristjánsson skrifa 24. mars 2025 21:01 Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar