Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun