Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar 27. mars 2025 16:02 Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun