Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar 28. mars 2025 09:01 Upplifun mín sem aðstandandi sjúklings sem hefur þurft að leita mikið á kvennadeildina var fyrst til að byrja með góð (c.a 2022-2023). En núna síðasta ár hefur mér fundist verklag og framkoma starfsfólks hafa versnað til muna. Ég hef orðið vitni af miklum hroka lækna og hjúkrunarfólks í garð sjúklings. Ég hef heyrt lækna segja við sjúkling með Endó sem var lögð inn á deildina vegna verkja, að hún sé þarna til að sækjast eftir sterkum verkjalyfjum og að hún fái það sko ekki hjá þeim. Ég hef heyrt sérfræðing á kvennadeild skamma sjúkling fyrir að hafa þegið verkjalyf á bráðamóttökunni í Fossvogi. Ég hef orðið vitni af því hvernig starfsfólk kvennadeildarinnar breytir framkomu sinni til hins verra og verði hálfpartin fjandsamleg í garð sjúklings eftir að sjúklingur sendi inn formlegt kvörtunarbréf á LSH vegna slæmrar framkomu starfsfólks eftir innlögn á kvennadeild. Mér blöskrar hversu oft konur með endó þurfa að liggja þjáðar inn á kvennadeild jafnvel í nokkra sólarhringa því að það á bara að meðhöndla verki með mildari verkjalyfjum. Einnig blöskrar mér svörin sem ég fékk þegar ég spurði yfirlækni kvennadeildar afhverju ekki væri hægt að meðhöndla verstu verkjaköstin með hefðbundum bráða verkjalyfjum eins og gert er á Bráðamóttöku Fossvogi. Svörin sem ég fékk voru þau að þau væru rög við að nota slík lyf þar sem þau væru hrædd við þau. Að þessi deild sé kölluð BRÁÐAMÓTTAKA Kvennadeildar hljómar skrítið í mínum eyrum ef starfsfólk þar innanhús hafi ekki þekkingu við að nota bráðalyf sem einungis eru gefin á spítala. Enginn læknir á kvennadeild hefur samt sem áður verið hræddur við að skrifa út lyfseðla fyrir oxycontin, oxynorm eða morfín töflum án eftirfylgni eða fræðslu um að þessi lyf séu MJÖG ávanabindandi og geta valdið miklum fráhvörfum þó þau séu bara tekin í örfáa daga. Ég veit til þess að sjúklingur var útskrifuð af kvennadeild og ávísað oxycontin þegar hún var send heim. Eftir aðeins 8 daga notkun gat sjúklingurinn hætt að taka lyfin því verkirnir höfðu minnkað. Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna. Hún hringdi niður á kvennadeild og óskaði eftir því að hún fengi aðstoð við að trappa sig niður af þessum lyfjum svo hún þyrfti ekki að ganga í gegnum svona mikil fráhvarfseinkenni. Henni var neitað um það og sagt að kvennadeildin hefði ekki næga þekkingu til að veita slíka aðstoð og henni bent á að heyra í bráðamóttöku geðsviðs. Sjúklingur fór á geðdeild og óskaði eftir hjálp vegna fráhvarfseinkenna en þar var henni tjáð að bráðamóttaka væri ekki að aðstoða sjúklinga annarar deildar með niðurtröppun og að kvennadeildin ætti að sjá um þessi mál þar sem þetta væri sjúklingur frá þeim. Læknirinn á geðdeild var vægast sagt mjög hissa yfir þessu verklagi kvennadeildarinnar að skrifa út slík lyf með enga eftirfylgni eða aðstoð með niðurtröppun. Þetta bréf átti aldrei að fara neitt annað en til talskonu sjúklinga sem kvörtun. Ég ákvað að birta það hér þar sem ég sé ekki fram á breytingar á deildinni og var nýlega vitni af því þegar sjúklingur þurfti að fara í aðgerð, legnám og vegna fyrri reynslu var hún skiljanlega kvíðin og tvístígandi með að fara í þessa aðgerð. Það var lofað öllu fögru og henni sagt að búið væri að setja upp plan um verkjastillingu eftir aðgerð og hún þyrfti engu að kvíða. Eftir aðgerðina kom svo annað í ljós, bæði höfðu læknarnir gefið henni lyf sem hún bað sérstaklega um að ekki yrði notað og hún var illa verkjastillt og ekkert af þessu sem var lofað stóðst. Hún svaf ekki fyrir verkjum meðan hún lá inni eftir aðgerðina, sat undir leiðindar athugasemdum frá hjúkrunarfræðingum og ákvað því að útskrifa sig sjálf daginn eftir aðgerðina því hún gat ekki hugsað sér að dvelja þarna lengur. Ef engin vilji er til breytinga hjá deildinni og spítalanum sjálfum varðandi viðhorf og virðingu til þessara sjúklinga er lítið annað hægt en að kalla eftir þeim. Endósamtökin standa nú fyrir herferðinni: Þetta er allt í hausnum á þér. Herferðin byggir á setningum sem konur með endómetríósu hafa fengið að heyra þegar þær leita sér hjálpar innan heilbriðiskerfisins. Undirskriftarsöfnun er í gangi og verða undirskriftirnar afhentar heilbrigðisráðherra að loknum Endómars. Ég biðla til allra að skrifa undir og leggja samtökunum lið við að veita konum með endó góða umönnum. Ákallið hljómar svo :Við krefjumst þess að: heilbrigðisstarfsfólk hlusti á konur og fólk með endó, trúi þeim og geri ekki lítið úr reynslu þeirra stjórnvöld setji aukið fjármagn í úrræði fyrir konur og fólk með endó biðin eftir greiningu á endó sé stytt og að kerfið grípi fólk fyrr Hægt er að skrifa undir inn á sofnun.endo.is Höfundur er aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Upplifun mín sem aðstandandi sjúklings sem hefur þurft að leita mikið á kvennadeildina var fyrst til að byrja með góð (c.a 2022-2023). En núna síðasta ár hefur mér fundist verklag og framkoma starfsfólks hafa versnað til muna. Ég hef orðið vitni af miklum hroka lækna og hjúkrunarfólks í garð sjúklings. Ég hef heyrt lækna segja við sjúkling með Endó sem var lögð inn á deildina vegna verkja, að hún sé þarna til að sækjast eftir sterkum verkjalyfjum og að hún fái það sko ekki hjá þeim. Ég hef heyrt sérfræðing á kvennadeild skamma sjúkling fyrir að hafa þegið verkjalyf á bráðamóttökunni í Fossvogi. Ég hef orðið vitni af því hvernig starfsfólk kvennadeildarinnar breytir framkomu sinni til hins verra og verði hálfpartin fjandsamleg í garð sjúklings eftir að sjúklingur sendi inn formlegt kvörtunarbréf á LSH vegna slæmrar framkomu starfsfólks eftir innlögn á kvennadeild. Mér blöskrar hversu oft konur með endó þurfa að liggja þjáðar inn á kvennadeild jafnvel í nokkra sólarhringa því að það á bara að meðhöndla verki með mildari verkjalyfjum. Einnig blöskrar mér svörin sem ég fékk þegar ég spurði yfirlækni kvennadeildar afhverju ekki væri hægt að meðhöndla verstu verkjaköstin með hefðbundum bráða verkjalyfjum eins og gert er á Bráðamóttöku Fossvogi. Svörin sem ég fékk voru þau að þau væru rög við að nota slík lyf þar sem þau væru hrædd við þau. Að þessi deild sé kölluð BRÁÐAMÓTTAKA Kvennadeildar hljómar skrítið í mínum eyrum ef starfsfólk þar innanhús hafi ekki þekkingu við að nota bráðalyf sem einungis eru gefin á spítala. Enginn læknir á kvennadeild hefur samt sem áður verið hræddur við að skrifa út lyfseðla fyrir oxycontin, oxynorm eða morfín töflum án eftirfylgni eða fræðslu um að þessi lyf séu MJÖG ávanabindandi og geta valdið miklum fráhvörfum þó þau séu bara tekin í örfáa daga. Ég veit til þess að sjúklingur var útskrifuð af kvennadeild og ávísað oxycontin þegar hún var send heim. Eftir aðeins 8 daga notkun gat sjúklingurinn hætt að taka lyfin því verkirnir höfðu minnkað. Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna. Hún hringdi niður á kvennadeild og óskaði eftir því að hún fengi aðstoð við að trappa sig niður af þessum lyfjum svo hún þyrfti ekki að ganga í gegnum svona mikil fráhvarfseinkenni. Henni var neitað um það og sagt að kvennadeildin hefði ekki næga þekkingu til að veita slíka aðstoð og henni bent á að heyra í bráðamóttöku geðsviðs. Sjúklingur fór á geðdeild og óskaði eftir hjálp vegna fráhvarfseinkenna en þar var henni tjáð að bráðamóttaka væri ekki að aðstoða sjúklinga annarar deildar með niðurtröppun og að kvennadeildin ætti að sjá um þessi mál þar sem þetta væri sjúklingur frá þeim. Læknirinn á geðdeild var vægast sagt mjög hissa yfir þessu verklagi kvennadeildarinnar að skrifa út slík lyf með enga eftirfylgni eða aðstoð með niðurtröppun. Þetta bréf átti aldrei að fara neitt annað en til talskonu sjúklinga sem kvörtun. Ég ákvað að birta það hér þar sem ég sé ekki fram á breytingar á deildinni og var nýlega vitni af því þegar sjúklingur þurfti að fara í aðgerð, legnám og vegna fyrri reynslu var hún skiljanlega kvíðin og tvístígandi með að fara í þessa aðgerð. Það var lofað öllu fögru og henni sagt að búið væri að setja upp plan um verkjastillingu eftir aðgerð og hún þyrfti engu að kvíða. Eftir aðgerðina kom svo annað í ljós, bæði höfðu læknarnir gefið henni lyf sem hún bað sérstaklega um að ekki yrði notað og hún var illa verkjastillt og ekkert af þessu sem var lofað stóðst. Hún svaf ekki fyrir verkjum meðan hún lá inni eftir aðgerðina, sat undir leiðindar athugasemdum frá hjúkrunarfræðingum og ákvað því að útskrifa sig sjálf daginn eftir aðgerðina því hún gat ekki hugsað sér að dvelja þarna lengur. Ef engin vilji er til breytinga hjá deildinni og spítalanum sjálfum varðandi viðhorf og virðingu til þessara sjúklinga er lítið annað hægt en að kalla eftir þeim. Endósamtökin standa nú fyrir herferðinni: Þetta er allt í hausnum á þér. Herferðin byggir á setningum sem konur með endómetríósu hafa fengið að heyra þegar þær leita sér hjálpar innan heilbriðiskerfisins. Undirskriftarsöfnun er í gangi og verða undirskriftirnar afhentar heilbrigðisráðherra að loknum Endómars. Ég biðla til allra að skrifa undir og leggja samtökunum lið við að veita konum með endó góða umönnum. Ákallið hljómar svo :Við krefjumst þess að: heilbrigðisstarfsfólk hlusti á konur og fólk með endó, trúi þeim og geri ekki lítið úr reynslu þeirra stjórnvöld setji aukið fjármagn í úrræði fyrir konur og fólk með endó biðin eftir greiningu á endó sé stytt og að kerfið grípi fólk fyrr Hægt er að skrifa undir inn á sofnun.endo.is Höfundur er aðstandandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar