Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson og Styrmir Hallsson skrifa 31. mars 2025 15:30 Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Heilbrigðismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar