Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum. Umhverfis, orku og auðlindaráðherra hafði talað um raforkuöryggi og loftslagsmarkmið í viðtali við mbl.is þann 15. janúar síðastliðin til að réttlæta inngrip inn í leyfisveitingaferlið. Samorka hefur haldið því fram að loftslagsmarkmið og orkuskipti valdi því að virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Orkuskortur? Hvernig getur þjóð með allar þessar orkuauðlindir fundið sig í þessari stöðu? Ný ríkisstjórn er mætt með gamlar áherslur og gerræðislegar bókanir til að ryðja úr vegi „ógnarlöngu“ leyfisveitingaferli. Árangur áfram, ekkert stopp. Fyrir hverja er orkan? Kaupendur, eins og garðyrkjumenn, lifa nú í þeirri vonlausu stöðu að reiða sig heildsölumarkaðinn Vonarskarð sem setur þá í beina samkeppni við stórnotendur í stað þess að fá forgang. Niðurstaðan af þeim viðskiptum er snar hækkað raforkuverð. Árið 2003 sömdu íslensk stjórnvöld um raforkusamninga við ALCOA og hófu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Ekki þarf að fjölyrða um átökin sem fylgdu þeim framkvæmdum en hún átti að mala gull. Við höfum ekki fengið að vita arðsemina af þeirri fjárfestingu því Landsvirkjun reiknar ekki út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega. Þar sem langt er um liðið þá er alveg hægt að geta sér til um raunverulegan árangur með smá samanburði. Gefum okkur að eigendur Landsvirkjunar, árið 2003, hefðu slaufað framkvæmdum og sett fjármagn sem eyrnamerkt hefði verið Kárahnjúkavirkjun í algengan sjóð. Forsendur: Áætlaður kostnaður Kárahnjúkavirkjunar frá því í september 2003, án virðisauka og án kostnaðar vegna flutningsvirkja, hljóðaði upp á 85.5 milljarða króna. Bandarískir dalir keyptir fyrir 85.5 milljarða króna á genginu sem var þann 9. september 2003 gera um það bil $1060 milljónir. Fyrir þessa bandarísku dali er fjárfest í sjóði sem fylgir afkomu Standard and Poor's 500 vísitölunni í nóvember lok 2007, sama tíma og Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett. Arðgreiðslur sjóðsins fara ekki í frekari kaup í sjóðnum, annars stæði sjóðurinn 40% betur. Í dag stæði sjóðurinn í umþað bil $4300 milljónum. Sem dæmi að einn af eigendum Landsvirkjunar, Akureyrarbær, væri með varasjóð upp á um það bil 30 milljarða íslenskra króna. Akureyrabær seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir rúma 3 milljarða í árslok 2006. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2024 kemur fram að heildareignir eru $3478 milljónir. Þessi samanburður segir okkur það að fjárfestingar Landsvirkjunar hafa ekki verið góðar. Viðvarandi hræðsla, ofmat og óðagot stendur Landsvirkjun fyrir þrifum. Hér er ekki orkuskortur, hér er sóun. Við þurfum á yfirvegun, góðri yfirsýn og markvissri áætlun að halda. Hætta þarf við Hvammsvirkjun, loka Vonarskarði og forgangsraða kaupendum. Öll stærri fyrirtæki í orkuframleiðslu verða að vera í opinberri eigu vegna kerfislægu mikilvægi þeirra. Síðast en ekki síst verður að vera sátt um stefnu þjóðarinnar í orkumálum. Höfundur er áhugamaður um auðlindamál.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar