Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir og Mathias Bragi Ölvisson skrifa 1. apríl 2025 23:47 Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist. „Með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru á 13. öld. Því miður hefur núverandi skrifstofa Stúdentaráðs virt lög og reglur SHÍ að vettugi og það í krafti meirihluta Vöku. Hlutverk Stúdentaráðs er að gæta hagsmuna stúdenta af festu og ábyrgð, en það sem hefur sést á þessu starfsári er öfugt við það – skipulagsleysi, ógagnsæi og endurtekin brot á lögum ráðsins. Skrifstofa Stúdentaráðs hefur t.a.m. ekki tekið saman hagsmunaskrár kjörinna fulltrúa, ógilti fyrri verklagsreglur og hefur ekki sett sér nýjar, auk þess sem upplýsingaskylda gagnvart stjórn ráðsins hefur ítrekað verið vanvirt. Síðastliðin ár hefur verið skipað lýðræðislega í nefndir Stúdentaráðs og fulltrúum skipt eftir niðurstöðum kosninga samkvæmt verklagsreglum ráðsins. Eftir að hafa ógilt verklagsreglurnar tók Vaka öll forsæti í nefndum Stúdentaráðs. Það vekur einnig miklar áhyggjur að engin fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram á starfsárinu og það virðist sem skrifstofan ætli ekki að gefa slíka áætlun frá sér. Þetta er annað skýrt dæmi um lagabrot núverandi skrifstofu. Afleiðingarnar eru augljósar: SHÍ hefur veikst sem hagsmunasamtök, traust stúdenta til ráðsins hefur beðið hnekki og slagkraftur þess gagnvart stjórnvöldum hefur verið skertur til muna. Fyrsta starfsár Vöku í meirihluta í langan tíma verður minnst af okkur sem ár lögleysunnar, ógagnsæis og athafnaleysis. Stúdentar eiga betra skilið, og þeir munu hafa tækifæri til að krefjast breytinga sem Röskva boðar. Við viljum tryggja aftur lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð og standa vörð um hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva vill endurbyggja bæði slagkraft SHÍ og fagmennsku, og þar með trúverðugleika ráðsins. Röskvu er treystandi til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta með heiðarleika, gagnsæi og lýðræði að leiðarljósi. Stúdentar hafa tækifæri til að krefjast breytinga á morgun og fimmtudag, 2 og 3. apríl. Kjósum Röskvu! Mathias Bragi Ölvisson er forseti Röskvu og Katla Ólafsdóttir er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar