Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar 3. apríl 2025 12:32 Fyrr á árum fékk Hafró sinn skerf af gagnrýni, og tók henni nær undantekningalaust illa. Árið 2002 fékk ráðherra Tuma Tómassyni fiskifræðingi, og þá skólastjóra Sjávarútvegs Háskóla Sameinuðu þjóðanna, til að skoða starfsemi Hafró. Þar er m.a. fjallað um slæm viðbrögð Hafró við gagnrýni. Með tímanum fór minna fyrir gagnrýninni, sérstaklega þar viðbrögðin voru fyrirséð og engin ekki að gera sér neinn greiða með slíku. Við sem þjóð, höfum mikilla hagsmuna að gæta. Það er mikill þjóðarhagur að sjávarauðlindir okkar séu nýttar eins og bestur er kosturinn. Næg innistæða fyrir gagnrýni – dæmi, af nægu að taka. Ráðgjöf Hafró hefur bein áhrif á þjóðarhag. Þó Hafró beri enga ábyrgð í sjálfu sér, þá hafa ráðherrar nánast troðið ábyrgðinni upp á stofnunina, með því að taka ráðgjöfinni sem „lögmáli“. En það er næg innistæða fyrir gagnrýni. Síðan 1984 þegar núverandi kerfi var komið á, hefur Hafró gengið illa að koma með ráðgjöf sem byggir upp og eða viðheldur okkar helstu nytjastofnum. Langmikilvægasti nytjastofn okkar er þorskurinn. Staðreyndin er sú að í dag er aflinn aðeins um 50% af þvi sem hann var áður en núverandi kerfi var tekið upp.Nýliðun er lykilatriðið, þ.e. fjöldi þeirra einstaklinga(þorska) sem bætast árlega í stofninn, er grundvöllur fyrir auknum afrakstri stofnsins Nýliðun hefur minnkað mikið s.l 30 ár. Þorskurinn hefur lést og hlutfall 7 ára þorsks sem er kynþroska, hefur farið úr 50% í 30%, sem er bein afleiðing af hægari þroska. Magafylli þorsks að hausti hefur minnkað, sökum minna fæðuframboðs Fækkun nýliðunnar hefur vafist fyrir Hafró undanfarin ár, og enn er ekki tekist að benda á neitt sérstaklega, sem verður til þess að nýliðun minnkar hjá svo mörgum tegundum. Loðna, mikilvægasti uppsjávarfiskurinn, fyrir þjóðarbúið og vistkerfi sjávar. Loðnubrestur hefur verið viðvarandi vandamál undanfarin ár. Fram til 2015, var reglan að „skilja eftir 400 þús tonn af loðnu“, til viðhalds stofnsins. Allt umfram það magn mátti veiða. Þetta magn byggði ekki á neinum vísindalegum gögnum, heldur „tilfinningu fiskifræðinga“ um að magnið mætti ekki vera minna. Eftir 2015 var reglunni breytt eftir gagnrýni frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES). Staða loðnustofnsins er slæm í dag. Ég hef áður lýst ömurlegri meðferð á humarstofninum. Ég tel ráðgjöf Hafró í þeim efnum, hafa verið gjörsamlega úr öllum takti við vísindin. Okkar verðmætasti nytjastofn per kíló, var gjöreyðilagður og ekki í augnsýn að stofninn rétti úr sér. Um þetta er ekki deilt. „Bókhaldið fegrað“ eða bara leiðrétt. Stærð þorskstofnsins hefur nánast reglulega verið rangt metið. Um 1983/4 , 1989/92, 1999/2000 og 2018/21, var stofninn ofmetinn sem nemur allt að 400-500 þús tonnum milli ára. Í öll skiptin sem stofnstærðin hefur verið rangt metin, hefur Hafró getað útskýrt ástæðuna. Við athugun, lestur skýrslna og hlustun á viðtöl, hefur stofnunin ætíð fundið aðrar ástæður en beint kennt eigin aðferðarfræði um . Í mínum huga standa tvær eftir á skýringar upp úr. Árið 2017 „stækkaði“ stofninn mikið, þar sem „stækkunin“ var að mestu rakin til þess að einstaklingar í stofninum voru þyngri síður en til nýliðunar. Furðulegasta útskýringin hlítur að vera, þegar þáverandi forstjóra Hafró, m.a. kenndi skipsstjórum og greininni sjálfri, fyrir að afvegaleiða stofnunina Ekki beint vísindaleg nálgun. Taflan hér að neðan er dæmi um hvernig stofninn var metinn hvert ár, og síðan hvernig matinu er breytt í skýrslum sem komu út árin eftir. Efirfarandi tafla sýnir dæmi sem standa okkur næst í tíma. Stofnmati ársins 2017 er breytt milli ára um 213.459 tonn og fyrir árið 2019 breytt um 315.739 tonn milli ára. Ráðgjöfin miðar hinsvegar við árið sem matið er gert. Dæmin um breytingar á heildarstærð stofnsins og hrygningarstofnsins eru þó nokkur. Þannig minnkar hrygningarstofn milli útgefinna skýrsla frá 200-350 þús tonn, þar sem breytingarnar eru mestar. Það gefur alls ekki rétta mynd af stofnstærðarmælingunum, þegar tölum er breytt eða þær leiðréttar með eftir á skýringum. Eftir öll skiptin sem mat Hafró hefur þurft að leiðrétta, hefur stofnunin fullyrt að búið sé að breyta aðferðarfræðinni til betri vegar. Það hefur enn ekki staðist, svo hugsanlega stutt í næstu „leiðréttingu“ á stofnstærðinni. Ekkert samband milli stærðar hrygningarstofns og fjöld nýliða. Allt frá 1994 héldu fiskifræðingar Hafró,(Sigfús S ofl.) að leiðin að því að stækka stofninn, væri að stækka hrygningarstofninn. Þannig næðist mesta nýliðunin. En það hefur komið í ljós að ekkert samband er á milli stærðar hrygningarstofns og fjölda nýliða (fjölda einstaklinga sem bætast í stofninn). Taflan hér að neðan sýnir stærðir stofns og hrygningarstofns, og heildarfjölda nýliða. Dæmi:1955 er hrygningarstofninn 727 þús tonn, sem gefur 151 milljón nýliða í stofninn. 1976 er hrygningarstofninn aðeins 146 þús tonn, sem gefur af sér 369 milljón nýliða. Nýliðun má sjá á hvert tonn í stofni og hvert tonn í hrygningarstofni. Því stærri stofnstærð, þá eru færri nýliðar á hvert tonn í stofninum. Því meiri sem fjölgun nýliða er, því meiri verður afrakstur stofnsins í heild . Eftirfarandi staðreyndir eru eitthvað fyrir áhugasama að hugleiða: Meðalstærð hrygningarstofns s.l. 20 ár hefur verið um 436 þús. tonn, meðalnýliðun á ári 145 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 204 þús tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 982 þús. tonn. Meðalstærð hrygningarstofns 20 ár fyrir aflamark, 1964-1984. var 260 þús. tonn , meðalnýliðun 218 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 377 þús.tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 1.132 þús. tonn Þannig er hrygningarstofninn 60% stærri en nýliðun 33% minni. Og, aflinn 54% minni. Afrakstur stofnsins hefur stórlega minnkað. Aflinn frá 1980 til 1984 var að meðaltali 394 þús.tonn á ári og það þótti ástæða til setja kvóta á, til að sporna við ofveiði. Lífið og tilveran gengur út á það að; ÉTA. Lífsbaráttan í hafinu er hörð, þar gildir lögmálið að éta eða verða étin. Að éta sem mest, stækka og þroskast sem fyrst, þetta er eðli sem lífið gengur út á. Þetta á við langflestar lifandi verur í hafinu, frá smæstu krabbadýrum til hvala. Og þorskurinn er engin aukvisi þegar kemur að áti, mikill ránfiskur. Þorskseiði éta flest sem þau ráða við, og önnur þorskseiði eru engin undantekning. Þorskurinn byrjar þannig strax á fyrsta ári að éta eigin bræður og systur, á sjálfráni. En minna af þeim sé fæðuframboð nægt. Nýliðun hjá mörgum nytjastofnum hefur verið léleg undanfarin ár, og er enn óútskírð. „Fyrir seinni heimsstyrjöld og fram undir 1990 var árlegur landaður afli yfirleitt milli 300 og 450 þúsund tonn. Síðan þá hefur aflinn verið minni, að meðaltali rúmlega 200 þúsund tonn, vegna lélegri nýliðunar minni framleiðslugetu stofnsins. “ skýrsla Hafró 2022 Loðna, langmikilvægasta fæða þorsksins og mikilvægust fyrir orkuflutninga í hafinu. Er það tilviljun að fljótlega upp úr því að stórfelldar loðnuveiðar hefjast, að nýliðun þorskstofnsins og fleiri stofna tekur dýfu, sem enn stendur? Það eru staðreyndir að minna fæðuframboð hefur í för með sér aukið sjálf-og afrán, að þorskurinn léttist, kynþroska seinkar, auknar líkur eru á hrygningardauða og að hrygnur sleppi því að hrygna. Dæmið gengur ekki upp líffræðilega. Loðna er svo mikilvægur hluti fæðu þorsks að það er mjög ólíklegt að hann nái að vinna upp loðnubrest eða mjög takmarkað framboð hennar. Svarið hlítur að vera stóraukið sjálfrán og afrán, allt til að uppfylla frumþörf sína; að lifa af, éta. Þá áratugi sem aflinn hér við land var mestur, 400-550 þúst tonn, voru engar loðnuveiðar. Frá upp úr 1960-1984 voru veidd um 7,8 milljón tonn. Frá 1985 -2024 voru veidd alls 24,2 milljónir tonna af loðnu. En það er aðeins toppurinn á ísjakanum. Vistkerfið verður af margföldu því magni þar sem aðeins brot af því magni sem myndi annars hrygna, hrygnir. Við höfum fryst um 250 þús tonn af loðnuhrognum. Það magn hefði auðveldlega gefið að lágmarki 120-240 milljónir tonna af loðnu. Það sér hver sem vill, að þegar við tökum allt það magn út úr vistkerfinu/fæðukeðjunni, þá hlítur það að koma niður á þeim tegundum sem byggja nánast sína tilveru á loðnu. Öll sú orka, það prótein sem hverfur úr vistkerfinu, hlítur hafa sín áhrif, annað stenst ekki. Vistkerfi sjávar er flókið og samofið. Öll röskun á því hefur áhrif. Þannig tel ég að minnkandi nýliðun megi að stórum hluta útskýra með stórauknu sjálf-og afráni. Mun erfiðara er fyrir yngri einstaklinga í stofninum að þroskast, þar sem fæðuframboðið hefur verið svo skert. Það er líffræðilega ómögulegt að stækka fiskistofna og um leið draga stórlega úr fæðuframboði þeirra. Próteinið, orkan, til stækkunar, fjölgunar, þarf að koma einhversstaðar frá. Höfundur er útgerðartæknir , fyrrverandi sjómaður ofl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árum fékk Hafró sinn skerf af gagnrýni, og tók henni nær undantekningalaust illa. Árið 2002 fékk ráðherra Tuma Tómassyni fiskifræðingi, og þá skólastjóra Sjávarútvegs Háskóla Sameinuðu þjóðanna, til að skoða starfsemi Hafró. Þar er m.a. fjallað um slæm viðbrögð Hafró við gagnrýni. Með tímanum fór minna fyrir gagnrýninni, sérstaklega þar viðbrögðin voru fyrirséð og engin ekki að gera sér neinn greiða með slíku. Við sem þjóð, höfum mikilla hagsmuna að gæta. Það er mikill þjóðarhagur að sjávarauðlindir okkar séu nýttar eins og bestur er kosturinn. Næg innistæða fyrir gagnrýni – dæmi, af nægu að taka. Ráðgjöf Hafró hefur bein áhrif á þjóðarhag. Þó Hafró beri enga ábyrgð í sjálfu sér, þá hafa ráðherrar nánast troðið ábyrgðinni upp á stofnunina, með því að taka ráðgjöfinni sem „lögmáli“. En það er næg innistæða fyrir gagnrýni. Síðan 1984 þegar núverandi kerfi var komið á, hefur Hafró gengið illa að koma með ráðgjöf sem byggir upp og eða viðheldur okkar helstu nytjastofnum. Langmikilvægasti nytjastofn okkar er þorskurinn. Staðreyndin er sú að í dag er aflinn aðeins um 50% af þvi sem hann var áður en núverandi kerfi var tekið upp.Nýliðun er lykilatriðið, þ.e. fjöldi þeirra einstaklinga(þorska) sem bætast árlega í stofninn, er grundvöllur fyrir auknum afrakstri stofnsins Nýliðun hefur minnkað mikið s.l 30 ár. Þorskurinn hefur lést og hlutfall 7 ára þorsks sem er kynþroska, hefur farið úr 50% í 30%, sem er bein afleiðing af hægari þroska. Magafylli þorsks að hausti hefur minnkað, sökum minna fæðuframboðs Fækkun nýliðunnar hefur vafist fyrir Hafró undanfarin ár, og enn er ekki tekist að benda á neitt sérstaklega, sem verður til þess að nýliðun minnkar hjá svo mörgum tegundum. Loðna, mikilvægasti uppsjávarfiskurinn, fyrir þjóðarbúið og vistkerfi sjávar. Loðnubrestur hefur verið viðvarandi vandamál undanfarin ár. Fram til 2015, var reglan að „skilja eftir 400 þús tonn af loðnu“, til viðhalds stofnsins. Allt umfram það magn mátti veiða. Þetta magn byggði ekki á neinum vísindalegum gögnum, heldur „tilfinningu fiskifræðinga“ um að magnið mætti ekki vera minna. Eftir 2015 var reglunni breytt eftir gagnrýni frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES). Staða loðnustofnsins er slæm í dag. Ég hef áður lýst ömurlegri meðferð á humarstofninum. Ég tel ráðgjöf Hafró í þeim efnum, hafa verið gjörsamlega úr öllum takti við vísindin. Okkar verðmætasti nytjastofn per kíló, var gjöreyðilagður og ekki í augnsýn að stofninn rétti úr sér. Um þetta er ekki deilt. „Bókhaldið fegrað“ eða bara leiðrétt. Stærð þorskstofnsins hefur nánast reglulega verið rangt metið. Um 1983/4 , 1989/92, 1999/2000 og 2018/21, var stofninn ofmetinn sem nemur allt að 400-500 þús tonnum milli ára. Í öll skiptin sem stofnstærðin hefur verið rangt metin, hefur Hafró getað útskýrt ástæðuna. Við athugun, lestur skýrslna og hlustun á viðtöl, hefur stofnunin ætíð fundið aðrar ástæður en beint kennt eigin aðferðarfræði um . Í mínum huga standa tvær eftir á skýringar upp úr. Árið 2017 „stækkaði“ stofninn mikið, þar sem „stækkunin“ var að mestu rakin til þess að einstaklingar í stofninum voru þyngri síður en til nýliðunar. Furðulegasta útskýringin hlítur að vera, þegar þáverandi forstjóra Hafró, m.a. kenndi skipsstjórum og greininni sjálfri, fyrir að afvegaleiða stofnunina Ekki beint vísindaleg nálgun. Taflan hér að neðan er dæmi um hvernig stofninn var metinn hvert ár, og síðan hvernig matinu er breytt í skýrslum sem komu út árin eftir. Efirfarandi tafla sýnir dæmi sem standa okkur næst í tíma. Stofnmati ársins 2017 er breytt milli ára um 213.459 tonn og fyrir árið 2019 breytt um 315.739 tonn milli ára. Ráðgjöfin miðar hinsvegar við árið sem matið er gert. Dæmin um breytingar á heildarstærð stofnsins og hrygningarstofnsins eru þó nokkur. Þannig minnkar hrygningarstofn milli útgefinna skýrsla frá 200-350 þús tonn, þar sem breytingarnar eru mestar. Það gefur alls ekki rétta mynd af stofnstærðarmælingunum, þegar tölum er breytt eða þær leiðréttar með eftir á skýringum. Eftir öll skiptin sem mat Hafró hefur þurft að leiðrétta, hefur stofnunin fullyrt að búið sé að breyta aðferðarfræðinni til betri vegar. Það hefur enn ekki staðist, svo hugsanlega stutt í næstu „leiðréttingu“ á stofnstærðinni. Ekkert samband milli stærðar hrygningarstofns og fjöld nýliða. Allt frá 1994 héldu fiskifræðingar Hafró,(Sigfús S ofl.) að leiðin að því að stækka stofninn, væri að stækka hrygningarstofninn. Þannig næðist mesta nýliðunin. En það hefur komið í ljós að ekkert samband er á milli stærðar hrygningarstofns og fjölda nýliða (fjölda einstaklinga sem bætast í stofninn). Taflan hér að neðan sýnir stærðir stofns og hrygningarstofns, og heildarfjölda nýliða. Dæmi:1955 er hrygningarstofninn 727 þús tonn, sem gefur 151 milljón nýliða í stofninn. 1976 er hrygningarstofninn aðeins 146 þús tonn, sem gefur af sér 369 milljón nýliða. Nýliðun má sjá á hvert tonn í stofni og hvert tonn í hrygningarstofni. Því stærri stofnstærð, þá eru færri nýliðar á hvert tonn í stofninum. Því meiri sem fjölgun nýliða er, því meiri verður afrakstur stofnsins í heild . Eftirfarandi staðreyndir eru eitthvað fyrir áhugasama að hugleiða: Meðalstærð hrygningarstofns s.l. 20 ár hefur verið um 436 þús. tonn, meðalnýliðun á ári 145 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 204 þús tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 982 þús. tonn. Meðalstærð hrygningarstofns 20 ár fyrir aflamark, 1964-1984. var 260 þús. tonn , meðalnýliðun 218 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 377 þús.tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 1.132 þús. tonn Þannig er hrygningarstofninn 60% stærri en nýliðun 33% minni. Og, aflinn 54% minni. Afrakstur stofnsins hefur stórlega minnkað. Aflinn frá 1980 til 1984 var að meðaltali 394 þús.tonn á ári og það þótti ástæða til setja kvóta á, til að sporna við ofveiði. Lífið og tilveran gengur út á það að; ÉTA. Lífsbaráttan í hafinu er hörð, þar gildir lögmálið að éta eða verða étin. Að éta sem mest, stækka og þroskast sem fyrst, þetta er eðli sem lífið gengur út á. Þetta á við langflestar lifandi verur í hafinu, frá smæstu krabbadýrum til hvala. Og þorskurinn er engin aukvisi þegar kemur að áti, mikill ránfiskur. Þorskseiði éta flest sem þau ráða við, og önnur þorskseiði eru engin undantekning. Þorskurinn byrjar þannig strax á fyrsta ári að éta eigin bræður og systur, á sjálfráni. En minna af þeim sé fæðuframboð nægt. Nýliðun hjá mörgum nytjastofnum hefur verið léleg undanfarin ár, og er enn óútskírð. „Fyrir seinni heimsstyrjöld og fram undir 1990 var árlegur landaður afli yfirleitt milli 300 og 450 þúsund tonn. Síðan þá hefur aflinn verið minni, að meðaltali rúmlega 200 þúsund tonn, vegna lélegri nýliðunar minni framleiðslugetu stofnsins. “ skýrsla Hafró 2022 Loðna, langmikilvægasta fæða þorsksins og mikilvægust fyrir orkuflutninga í hafinu. Er það tilviljun að fljótlega upp úr því að stórfelldar loðnuveiðar hefjast, að nýliðun þorskstofnsins og fleiri stofna tekur dýfu, sem enn stendur? Það eru staðreyndir að minna fæðuframboð hefur í för með sér aukið sjálf-og afrán, að þorskurinn léttist, kynþroska seinkar, auknar líkur eru á hrygningardauða og að hrygnur sleppi því að hrygna. Dæmið gengur ekki upp líffræðilega. Loðna er svo mikilvægur hluti fæðu þorsks að það er mjög ólíklegt að hann nái að vinna upp loðnubrest eða mjög takmarkað framboð hennar. Svarið hlítur að vera stóraukið sjálfrán og afrán, allt til að uppfylla frumþörf sína; að lifa af, éta. Þá áratugi sem aflinn hér við land var mestur, 400-550 þúst tonn, voru engar loðnuveiðar. Frá upp úr 1960-1984 voru veidd um 7,8 milljón tonn. Frá 1985 -2024 voru veidd alls 24,2 milljónir tonna af loðnu. En það er aðeins toppurinn á ísjakanum. Vistkerfið verður af margföldu því magni þar sem aðeins brot af því magni sem myndi annars hrygna, hrygnir. Við höfum fryst um 250 þús tonn af loðnuhrognum. Það magn hefði auðveldlega gefið að lágmarki 120-240 milljónir tonna af loðnu. Það sér hver sem vill, að þegar við tökum allt það magn út úr vistkerfinu/fæðukeðjunni, þá hlítur það að koma niður á þeim tegundum sem byggja nánast sína tilveru á loðnu. Öll sú orka, það prótein sem hverfur úr vistkerfinu, hlítur hafa sín áhrif, annað stenst ekki. Vistkerfi sjávar er flókið og samofið. Öll röskun á því hefur áhrif. Þannig tel ég að minnkandi nýliðun megi að stórum hluta útskýra með stórauknu sjálf-og afráni. Mun erfiðara er fyrir yngri einstaklinga í stofninum að þroskast, þar sem fæðuframboðið hefur verið svo skert. Það er líffræðilega ómögulegt að stækka fiskistofna og um leið draga stórlega úr fæðuframboði þeirra. Próteinið, orkan, til stækkunar, fjölgunar, þarf að koma einhversstaðar frá. Höfundur er útgerðartæknir , fyrrverandi sjómaður ofl.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar