Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. apríl 2025 13:02 Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Mikið er talað um eitraða karlmennsku þessa dagana. Mikils misskilnings gætir hins vegar í umræðunni og margir halda að verið sé að segja að allir karlmenn séu vondir og eitraðir. Það er alls ekki rétt en svo sem skiljanlegt að fólk haldi það ef það les ekkert nema fyrirsagnir og setur sig ekki inn í málið. Karlennska er ekki slæm og flestir karlmenn eru yndislegir og eiga að vera stoltir af sinni karlmennsku. Hún getur verið falleg og sterk. Karlmennskan eða staðalímynd karlmannsins hefur hins vegar ýmsar skuggahliðar eins og að krefja karlmenn um að loka á tilfinningar sínar og bæla þær niður. Það veit ekki á gott og getur brotist út í reiði, neyslu og ofbeldi og mögulegu sjálfsvígi. Margir karlmenn hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi sem börn og mikilvægt er að þeir fái rými í samfélaginu til að tjá það án þess að verða fyrir aðkasti. Femínismi sem sumir halda að sé á móti karlmönnum berst einmitt fyrir því að karlmenn geti brotist útúr þessu fangelsi eða skuggahliðum karlmennskunnar og fái að tjá sig og þora að þiggja hjálp. Því þessar skuggahliðar eru ekki góðar fyrir neinn, ekki karlmenn né konur eða aðra. En ef það eru skuggahliðar á karlmennskunni hljóta líka að vera skuggahliðar á kvenmennskunni. Minna hefur samt verið talað um það. Í kennslu minni með nemendum á framhaldsskólastigi teiknum við oft upp bleika og bláa boxið sem eru staðalímyndir kynjanna. Í bleika boxinu koma ýmsar skuggahliðar eins og hlutgerving og að líta á sig sem kynlífsviðfang karlmanna, ósjálfstæði og meðvirkni og fleira í þeim dúr. Að trúa því að tilgangur lífsins sé að þóknast karlmanni kynferðislega og hugsa um hann eins og móðir, elda fyrir hann, þvo af honum, þrífa fyrir hann og sinna börnunum fyrir hann getur því verið eitruð kvenmennska. Trad wife hugmyndafræðin er því í raun eitruð kvenmennska. Ég er ekki að segja að það séu ekki til konur sem þrá eingöngu að hugsa um börn og heimili og alls ekki að banna þeim það. En að gera þessa kröfu og reyna að hindra að konur séu sterkar og sjálfstæðar og leggi eitthvað af mörkum til samfélagsins í gegnum vísindi, pólitík,kennslu, umönnun þrif eða annað starf er alls ekki gott. Það má því segja að kona sem lítur á sig eingöngu sem kynlífsviðfang sé að birta eitraða kvenmennsku. Klámið er stútfullt af eitraðri kvenmennsku og eitraðri karlmennsku. Þetta eru skuggahliðarnar á kynhlutverkunum. Ástæðan fyrir því að það er ekki talað um þetta á sama hátt og eitraða karlmennsku er að hún er ekki að skaða beint aðra manneskju. Eitraða kvenmennskan beinist því að konunum sjálfum og þeirra sjálfsmynd. Skuggahliðar karlmennskunnar er hins vegar að beita aðra (gjarnan konur og börn) ofbeldi og þess vegna er svona miklivægt að vinna gegn henni. Það er ekki gott að 20% karlmanna finni sig knúna til að beita konur og börn ofbeldi. Við þurfum að stöðva það með öllum ráðum fyrir alla í samfélaginu. Karlmennska getur verið falleg og sterk. Hlúum að henni og misskiljum ekki baráttuna gegn skuggahliðum karlmennskunnar. Hún gagnast karlmönnum sem og konum og öðrum. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun