Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 10:02 Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar