Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar 7. apríl 2025 15:30 Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun