(Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar 9. apríl 2025 11:32 Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn. Hitt er svo eins satt að við munum líka dagsetningar vegna þess að við tengjum þær við atburði sem gera okkur leið, átök, sorg og óhöpp sækja að og draga tímabundið úr okkur kjarkinn. Það er nefnilega svo að fyrir mig er 20. Mars síðastliðinn er einn af þessum dögum sem ég hugsa um með ákveðnum leiða og hefur sá dagur sótt að hugsunum mínum nokkuð undanfarið. Ég hafði byrjað daginn á snemma dags á Djúpavogi og ekið í sem næst einni beit suður í höfuðborgina, langaði að ná fundi sem auglýstur hafði verið í Borgum í Grafarvogi. Málefnið merkilegt og í senn eldheitt, þétting byggðar, byggð með takmörkuðum bílastæðum og ýmsum kostum nútímavæðingar borgarlandsins. Eða svo er allavega söluræða borgarfulltrúa. Ég var nokkuð seinn fyrir á fundinn, náði þó góðu bílastæði við Spöngina og hljóp inn, þar komst ég reyndar ekki mikið lengra en í anddyri því að svo fjölmennt var á fundinn að ekki allir sem á hann komu komust inn í salinn eða til þess að sjá á skjái. Væri forvitnilegt að vita hvað Slökkviliðinu fyndist um hyggjuvit borgarfulltrúa um að halda 700 manna fund í sal sem sennilega rúmar 300. Það sem situr þó í mér eftir þennan fund er ekkert af því sem hefur verið fjallað um núna í gríð og erg á opinberum vettvangi, heldur orð borgarfulltrúa Pírata Alexöndru Briem um mönnun og getu borgarinnar til reksturs skóla í hverfinu, já áður en þessi sami borgarfulltrúi átti í hita samskiptum við eins og frægt er sagði hún um miðjan fundinn að ekki væri víst að hægt væri að halda úti faglegu skólastarfi í Grafarvogi ef ekki kæmi til þéttingar byggðar. Það er því ekki nóg að þéttinginn sæki að íbúum Grafarvogs út öllum áttum eins og er, heldur þarf ég sem foreldri bráðum þriggja grunnskóla drengja að velta fyrir mér þessum orðum borgarfulltrúa, án nýrra íbúa þá er víst að yngsti drengurinn fá ekki eins góða þjónustu í skólanum eins og sá elsti, ef ég samþykki ekki þéttingar áform. Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki utan um þessi orð, þessa hótun. Hvað ætli hafi orðið um orð eins og Íbúalýðræði, samstarf, samvinnu undanfarið hjá borgarfulltrúum. Í stað þess að vinna með íbúum að lausnum skulum við núna kokgleypa með trekt þennan fjölda íbúða, eins og ákvarðanir og fréttir af ítrekuðum undirskriftum um hverfið okkar bera með sér. Þessi stutti texti er ekki ætlaður til þess að neinn finni til með mér að vera enn sár við áðurnefndan borgarfulltrúa vegna hótana um lakara skólastarf ef ég vil ekki fjölga íbúðum á fögrum grænum svæðum Grafarvogs, þessi texti er til allra borgarfulltrúa og með honum áskroun. Ég sem íbúi í Grafarvogi skora á alla Borgarfulltrúa að sammælast um eftirfarandi tillögu og að hún verði borinn upp í sölum ráðhússins til að kanna vilja okkar (ó)merkilegu sem búum í þessu fallega hverfi. Haldinn verði rafræn könnun meðal íbúa Grafarvogs þar sem þeir verða spurðir um skoðanir sínar á þéttingaráformum er snúa að hverfinu og aðliggjandi hverfum sem hafa áhrif á innviði hverfisins. Þessi könnun og niðurstöður hennar verði svo notuð til viðmiðunar við frekari skipulagsvinnu í Grafarvogi. Einn af svarkostum könnunarinnar verði svokallaður núllkostur þéttingar. Höfundur er leiður íbúi í Grafarvogi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar