Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar 12. apríl 2025 09:02 Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar