Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2025 15:02 Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fundur í Evrópuþinginu undirstrikaði það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur lengi sagt: „Við getum ekki leyst manneklu með skýrslum og góðum vilja. - Við þurfum aðgerðir.“ Í síðustu viku sátum við fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands fund í sjálfu Evrópuþinginu, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tilefnið var ekki hátíðlegt. Þvert á móti var fundurinn viðvörun. Þar komu saman þingmenn, verkalýðsleiðtogar og heilbrigðisstarfsfólk frá öllum hornum Evrópu til að ræða það sem brennur heitast, alvarlegur og vaxandi skortur á starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ekki tímabundið ástand Á fundinum, með þátttakendum frá EPSU og EPN, kom skýrt fram að manneklan sem við höfum talað um á Íslandi er hluti af stærri heild. Þetta er ekki tímabundið ástand. Þetta er evrópskt vandamál. Og meira en það, þetta er siðferðileg spurning. Frásagnir heilbrigðisstarfsfólks á fundinum voru átakanlegar. Florence Ndebo, hjúkrunarfræðingur frá Belgíu, lýsti álagi sem hefur orðið til þess að 41% menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa hætt störfum. Razvan Gae frá Rúmeníu greindi frá yfirvinnu sem enn er greidd samkvæmt taxta frá 2018, tvöfaldri skráningu á pappír og í tölvu, og djúpstæðu vantrausti á kerfið. Þetta eru ekki einstök tilvik, heldur lýsingar á þróun sem blasir við víða í Evrópu. Starfsfólk brennur út, vantar stuðning, og neyðist jafnvel til að yfirgefa störf sem þau hafa helgað líf sitt. Og það sem skilur á milli heilbrigðiskerfa sem standast álag og þeirra sem falla, er hvort hlustað sé á þessi varnaðarorð. Tvöfalt hlutverk Evrópusambandsins Fræðimenn eins og prófessor Roland Erne bentu á tvíeggjað hlutverk Evrópusambandsins. Annars vegar stuðning við réttindi starfsmanna og hins vegar fjárlög og samkeppnisreglur sem þrýsta heilbrigðisþjónustuna til niðurskurðar og einkavæðingar. Tilly Metz, þingkona Græningja, orðaði það skýrt: „Við verðum að hætta að fórna heilbrigðisþjónustu fyrir hernaðarútgjöld.“ Hún kallaði eftir samevrópskri tilskipun um örugga mönnun, sálfélagslegan stuðning og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Okkar veruleiki Við fulltrúar frá Íslandi lýstum okkar veruleika. Að meðalaldur sjúkraliða fari hækkandi, nýliðun er of lítil, og mikil þörf sé á að tryggja traustar og faglegar starfsleiðir fyrir fólk sem sinnir krefjandi heilbrigðisþjónustu. Við höfum náð árangri í styttingu vinnuviku og þróun menntunarleiða, en þörf fyrir skýra framtíðarsýn og raunhæfa stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana er brýn. Evrópuþingið á ekki að vera eini salurinn þar sem raddir sjúkraliða fá að heyrast. Þær þurfa líka að hljóma heima, í ríkisfjármálum, fjármálaáætlun, á Alþingi, í kjarasamningum og pólitískum ákvörðunum. Það þarf meira en viljayfirlýsingar, það þarf virka stefnu sem tryggir starfsfólki mannsæmandi kjör, öryggi og faglegt rými til að rækja störf sín með reisn. Þau sem hugsa um okkur Fundurinn í Evrópuþinginu var áminning um mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu. Um að raddir þeirra sem vinna við að hlúa að fólki, á öllum aldri, á öllum stigum veikinda og þjáningar, þurfa að vera í forgrunni. Of lengi hefur fólk verið sett í þá stöðu að gefa meira en það hefur. Nú er kominn tími til að sinna okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki. Að fjárfesta ekki bara í byggingum eða búnaði, heldur í fólkinu. Í höndum og hugsun heilbrigðisþjónustunnar. Í þeim sem hlúa að okkur þegar við getum það ekki sjálf. Það þarf að sýna með verkum, en ekki orðum, að sjúkraliðar og starfsfólk sem sinnir hjúkrun skipta máli. Að hugsað sé þau sem hugsa um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun