Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. apríl 2025 06:02 Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Prósents 9. janúar síðastliðinn, voru 68% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynntir því, að framhaldsviðræður færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin. Hverjir komu ríkisstjórninni til valda? Það er ljóst, að stór hluti þeirra, sem greiddi Viðreisn og Samfylkingu atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, koma einmitt úr þessum meirihlutahópi. Á sama hátt er það ljóst, að þessi sami hópur - skýr meirhluti landsmanna, sem vill þjóðaratkvæði um framhaldsviððræður, auðvitað sem allra fyrst - kom þessari ríkisstjórn til valda. Það er því með ólíkindum, að ríkisstjórnin skuli hafa leyft sér, við stjórnarmyndun í desember 2024, að setja þjóðaratkvæði um framhaldssamninga fyrst á dagskrá 2027, eða ekki síðar, en valdatími hennar rennur út í síðasta lagi 2028. Þessi síðbúna tímasetning er í reynd blaut tuska í andlit meirihluta landsmanna Fyrir undirrituðum var og er tilkynningin um þjóðaratkvæði um framhaldssamninga 2027 ekkert annað en blaut tuska í andlit meirihluta þjóðarinnar og í rauninni ekkert nema svik við margyfirlýsta grunn stefnumörkun og málstað, sem margir treystu á og kusu Viðreisn og Samfylkingu út á. Það, sem gerir málið ennþá verra, er það, að mögulegt þjóðaratkvæði um framhaldssaminga fyrst 2027, er hvorki fugl né fiskur. Í raun bara fyrirsláttur. Ef kosið yrði fyrst þá um framhaldssamninga, og, ef „Já“ fengist, sem vænta má, gætu aðildarsamningar fyrst hafizt 2027/2028, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur, sem sagt, út 2028, ef hún heldur út kjörtímabilið, sem við þrátt fyrir allt vonum. Þar sem þessir samningar taka minst 2 ár, kannske 3, væri þá engan veginn hægt að ljúka málinu í hennar valdatíð, og væri þá í reynd til einskis af staðið farið; enginn veit hér, hvað tekur við eftir 2028. Evrópsambandið hefi heldur enginn áhuga á, að hefja framhaldsamninga við ríkisstjórn, hverrar valdatími væri að enda. Í raun er það, sem ríkistjórnin hefur gert í þessu máli, því bara látalæti eða sjónarspil. Hver ber hér ábyrgð, Inga blessunin Sæland? Varla! Þegar gengið er á stjórnarliða með þessa broguðu afstöðu og glórulausu tímasetningu, stefnusvik fyrir undirrituðum, er helzt að heyra á mönnum, að Inga Sæland og Flokkur fólksins beri hér alla ábyrgð. Samfylking og Viðrfeisn hafi viljað halda þjóðaratkvæði um framhaldssamninga miklu fyrr. Inga Sæland lýsti því ítrekað yfir fyrir kosningar, að hún væri algjörlega hlynnt því, að kosið yrði um framhaldssamninga, það væri réttur landsmanna, að tjá sig um það, af eða á, en hún lýsti því jafnframt yfir, að óvíst væri, hvort hún styddi aðild, eða ekki, þegar að slíkri atkvæðagreiðslu kæmi. Þetta tel ég góða og rétta afstöðu hjá Ingu, og trúi ég því, að hún hafi staðið og standi við hana. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki Inga né aðrir geta á þessu stigi vegið og metið, tekið málefnalega afstöðu til þess, hvort aðild sé æskileg, eða ekki, þar sem þá fyrst, þegar búið er að semja, 2-3 árum eftir að framhaldssamningar hefjast aftur, geta Inga og aðrir vitað, hver býtin eru, hver kjör og skilmála ESB myndi í lok dags bjóða okkur eða fallast á. Mistök má oftast leiðrétta – Sunnudagurinn 28. september góður dagur Undirritaður skorar hér með á ríkisstjórnina, í nafni þess þjóðarmeirihluta, sem kom henni til valda, að endurskoða nú og leiðrétta sína stefnu í þessu þjóðaratkvæðismáli; stofna til þess eins fljótt og verða má. Væri sunnudagurinn 28. september þar ekki illa tilfallinn. Þannig mætti framhalda samningaumleitunum við ESB, um möguleg kjör og skilmála, í lok þessa árs, 2025, og ljúka þeim um áramótin 2027/2028. Þjóðaratkvæði um aðild, eða ekki, gæti svo farið fram sumarið 2028, eftir hálfs árs öfluga umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar, en allar hliðar málsins, kjör og skilmálar, lægju þá, og þá fyrst, fyrir. Ótti forsætisráðherra um að kljúfa þjóðina - Tvær fylkingar ríkjandi víðast Margar þjóðir heims eru nú klofnar í tvær fylkingar. Annars vegar fara þeir, sem til vinstri standa, ásamt með græningjum, miðjufólki og frjálslyndum, hins vegar standa hægri menn, þjóðernissinnar, hægri-hægri og fasistar. Það undarlega er, að þessar fylkingar eru oft ámóta stórar og öflugar. Meirihlutar verða þá oft naumir og minnihlutar líka, en slíkir minnihlutar verða þó að una því, þar sem lýðræði ríkir. Enginn getur breytt þessari þróun eða stöðu, sameinað eða samstillt ólíkar fylkingar - oft ráða hér tilfinngar og kenndir meira en skynsemi og rök - og er það ekki á valdi neins, að gera úr þessum fylkingum skoðanabræður og -systur, ekki heldur forsætisráðaherra landsins, þó hún gjarnan vilji og henni gangi gott eitt til. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir, hefur gert það mörg síðustu misseri, að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður við ESB. Í skoðanakönnun Prósents 9. janúar síðastliðinn, voru 68% þeirra, sem afstöðu tóku, hlynntir því, að framhaldsviðræður færu fram. Slíkar viðræður eru auðvitað með öllu óskuldbindandi og áhætta af þeim engin. Hverjir komu ríkisstjórninni til valda? Það er ljóst, að stór hluti þeirra, sem greiddi Viðreisn og Samfylkingu atkvæði sitt í kosningunum 30. nóvember, koma einmitt úr þessum meirihlutahópi. Á sama hátt er það ljóst, að þessi sami hópur - skýr meirhluti landsmanna, sem vill þjóðaratkvæði um framhaldsviððræður, auðvitað sem allra fyrst - kom þessari ríkisstjórn til valda. Það er því með ólíkindum, að ríkisstjórnin skuli hafa leyft sér, við stjórnarmyndun í desember 2024, að setja þjóðaratkvæði um framhaldssamninga fyrst á dagskrá 2027, eða ekki síðar, en valdatími hennar rennur út í síðasta lagi 2028. Þessi síðbúna tímasetning er í reynd blaut tuska í andlit meirihluta landsmanna Fyrir undirrituðum var og er tilkynningin um þjóðaratkvæði um framhaldssamninga 2027 ekkert annað en blaut tuska í andlit meirihluta þjóðarinnar og í rauninni ekkert nema svik við margyfirlýsta grunn stefnumörkun og málstað, sem margir treystu á og kusu Viðreisn og Samfylkingu út á. Það, sem gerir málið ennþá verra, er það, að mögulegt þjóðaratkvæði um framhaldssaminga fyrst 2027, er hvorki fugl né fiskur. Í raun bara fyrirsláttur. Ef kosið yrði fyrst þá um framhaldssamninga, og, ef „Já“ fengist, sem vænta má, gætu aðildarsamningar fyrst hafizt 2027/2028, en valdatími ríkisstjórnarinnar rennur, sem sagt, út 2028, ef hún heldur út kjörtímabilið, sem við þrátt fyrir allt vonum. Þar sem þessir samningar taka minst 2 ár, kannske 3, væri þá engan veginn hægt að ljúka málinu í hennar valdatíð, og væri þá í reynd til einskis af staðið farið; enginn veit hér, hvað tekur við eftir 2028. Evrópsambandið hefi heldur enginn áhuga á, að hefja framhaldsamninga við ríkisstjórn, hverrar valdatími væri að enda. Í raun er það, sem ríkistjórnin hefur gert í þessu máli, því bara látalæti eða sjónarspil. Hver ber hér ábyrgð, Inga blessunin Sæland? Varla! Þegar gengið er á stjórnarliða með þessa broguðu afstöðu og glórulausu tímasetningu, stefnusvik fyrir undirrituðum, er helzt að heyra á mönnum, að Inga Sæland og Flokkur fólksins beri hér alla ábyrgð. Samfylking og Viðrfeisn hafi viljað halda þjóðaratkvæði um framhaldssamninga miklu fyrr. Inga Sæland lýsti því ítrekað yfir fyrir kosningar, að hún væri algjörlega hlynnt því, að kosið yrði um framhaldssamninga, það væri réttur landsmanna, að tjá sig um það, af eða á, en hún lýsti því jafnframt yfir, að óvíst væri, hvort hún styddi aðild, eða ekki, þegar að slíkri atkvæðagreiðslu kæmi. Þetta tel ég góða og rétta afstöðu hjá Ingu, og trúi ég því, að hún hafi staðið og standi við hana. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki Inga né aðrir geta á þessu stigi vegið og metið, tekið málefnalega afstöðu til þess, hvort aðild sé æskileg, eða ekki, þar sem þá fyrst, þegar búið er að semja, 2-3 árum eftir að framhaldssamningar hefjast aftur, geta Inga og aðrir vitað, hver býtin eru, hver kjör og skilmála ESB myndi í lok dags bjóða okkur eða fallast á. Mistök má oftast leiðrétta – Sunnudagurinn 28. september góður dagur Undirritaður skorar hér með á ríkisstjórnina, í nafni þess þjóðarmeirihluta, sem kom henni til valda, að endurskoða nú og leiðrétta sína stefnu í þessu þjóðaratkvæðismáli; stofna til þess eins fljótt og verða má. Væri sunnudagurinn 28. september þar ekki illa tilfallinn. Þannig mætti framhalda samningaumleitunum við ESB, um möguleg kjör og skilmála, í lok þessa árs, 2025, og ljúka þeim um áramótin 2027/2028. Þjóðaratkvæði um aðild, eða ekki, gæti svo farið fram sumarið 2028, eftir hálfs árs öfluga umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar, en allar hliðar málsins, kjör og skilmálar, lægju þá, og þá fyrst, fyrir. Ótti forsætisráðherra um að kljúfa þjóðina - Tvær fylkingar ríkjandi víðast Margar þjóðir heims eru nú klofnar í tvær fylkingar. Annars vegar fara þeir, sem til vinstri standa, ásamt með græningjum, miðjufólki og frjálslyndum, hins vegar standa hægri menn, þjóðernissinnar, hægri-hægri og fasistar. Það undarlega er, að þessar fylkingar eru oft ámóta stórar og öflugar. Meirihlutar verða þá oft naumir og minnihlutar líka, en slíkir minnihlutar verða þó að una því, þar sem lýðræði ríkir. Enginn getur breytt þessari þróun eða stöðu, sameinað eða samstillt ólíkar fylkingar - oft ráða hér tilfinngar og kenndir meira en skynsemi og rök - og er það ekki á valdi neins, að gera úr þessum fylkingum skoðanabræður og -systur, ekki heldur forsætisráðaherra landsins, þó hún gjarnan vilji og henni gangi gott eitt til. Höfundur er samfélagsrýnir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun