Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar 14. apríl 2025 12:00 Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar