Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar 16. apríl 2025 11:46 Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun