Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar 16. apríl 2025 19:01 Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar