Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 16. apríl 2025 17:30 Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar