Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar 23. apríl 2025 10:30 Nýlega birtist greinin „Fjárfestum í hjúkrun“ eftir Ólaf Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Þar kemur m.a. fram hversu mikilvægt það er að tryggja viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða innan spítalans. Auðvitað taka allir undir slíkt markmið og höfum við hjá Sjúkraliðafélaginu talað okkur hás undanfarin misseri um mikilvægi mönnunar. Það er erfitt að vera ósammála slíkum sjónarmiðum. Við þurfum öflugri stuðning, hærri laun, bætt vinnuumhverfi og stefnu sem miðar að því að tryggja langtímaaðsókn í hjúkrunar- og sjúkraliðanám og starfsánægju þeirra sem fyrir eru í faginu. En í þessari umræðu, sem oft hefur tilhneigingu til að einblína einvörðungu á hjúkrunarfræðinga sem vissulega gegna lykilhlutverki, gleymist stundum annað fagfólk innan heilbrigðiskerfisins sem standa einnig í framlínu umönnunar. Þar ber hæst að nefna sjúkraliða. Það er hins vegar fagnaðarefni að í umræddri grein er mikilvægi sjúkraliða dregið fram. Hins vegar neyðist ég í þessu ljósi til að gagnrýna Landspítalann fyrir eitt veigamikið atriði. Hér er ég að tala um þann hóp sjúkraliða sem hefur lokið eða er að ljúka diplómanámi frá Háskólanum á Akureyri, sem veitir sérhæfða þekkingu í m.a. öldrunarhjúkrun og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta eru þau tvö svið sem ítrekað er kallað eftir betri þjónustu innan spítalans. Diplómanám fyrir sjúkraliða er eitt mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið í átt að faglegri uppbyggingu sjúkraliðastarfsins á síðari árum. Þetta nám býður sjúkraliðum upp á dýpri innsýn í heildræna hjúkrun, hagnýta geðheilbrigðisþjónustu og nýjustu strauma í umönnun aldraðra og fólks með langvinna sjúkdóma. Í ljósi þess hve margir sjúkraliðar vinna náið með sjúklingum er þessi sérhæfing afar mikilvæg. Hvað gerist eftir námið? En hvað gerist þegar sjúkraliðar ljúka þessu námi? Í of mörgum tilvikum, lítið sem ekkert. Starfslýsingar breytast ekki, laun hækka ekki, störfin verða ekki til og nýja þekkingin er hvorki viðurkennd né nýtt. Þetta á sér stað ekki síst á stærstu heilbrigðisstofnun landsins, Landspítalanum. Þrátt fyrir að þessi stofnun sé leiðandi innan heilbrigðiskerfisins, hefur hún hingað til verið afar treg til að viðurkenna þetta menntunarstig og færni þessara einstaklinga með formlegum hætti. Það er ekki aðeins óréttlát afstaða gagnvart fagfólki sem hefur lagt tíma, fyrirhöfn og fjármagn í að mennta sig frekar. Hún er einnig skaðleg fyrir heilbrigðiskerfið sjálft. Ef við erum alvara með að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu, þá verðum við að horfa til heildarinnar. Það gengur ekki að hvetja fólk til náms og síðan hunsa afleiðingarnar. Ef diplómanám sjúkraliða er ekki virt í starfi, þá erum við að senda tvíræð skilaboð: „Við viljum hæfari starfsmenn, en við erum ekki tilbúin að umbuna þeim fyrir hæfni sína.“ Þetta er alvarlegt kerfisvandamál. Það hefur bein áhrif á starfsánægju, starfsöryggi og til lengri tíma einnig á aðsókn í störf innan sjúkraliðastéttarinnar. Þegar fólk sér að meiri menntun leiðir ekki til aukinna tækifæra né virðingar í starfi, minnkar hvati til framþróunar og brottfall eykst. Auk þess er þekking sjúkraliða með diplómanám ekki bara einhver „lúxus“. Hún getur skipt sköpum fyrir gæði þjónustunnar. Sérhæfing í öldrunarhjúkrun, geðheilbrigði og sérhæfðri hjúkrun getur létt álagi af hjúkrunarfræðingum og læknum, stutt betur við fjölskyldur og aukið samfellu í þjónustu við viðkvæma hópa sem er einmitt það sem heilbrigðisstefna stjórnvalda segist leggja áherslu á. Hvað þarf að gera? Það þarf þrjú meginatriði til að rétta af þessa stöðu: Í fyrsta lagi verða Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir að endurskoða starfslýsingar og búa til „raunverulega starfsþróun“ og „stöður“ sem endurspegla aukna menntun og sérhæfingu sjúkraliða. Þetta þarf að fylgja með viðeigandi hækkun í launum og ábyrgð. Stjórnvöld hafa nú þegar viðurkennt þennan hóp sérhæfðra sjúkraliða með sérstakri reglugerðarbreytingu en núna þurfa stofnanir, og ekki síst Landspítalinn að fylgja því eftir. Í annan stað þarf aðgerðaáætlun um samþættingu nýrrar þekkingar. Stofnanir þurfa að vinna markvisst að því að nýta hæfni sérhæfðu sjúkraliðanna. Það þýðir að skipuleggja teymisvinnu betur, nýta sjúkraliða í greiningu, eftirfylgd og endurhæfingu, og styðja við þá í símenntun og faglegu rými. Í þriðja lagi verður samvinna hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraliða og annarra heilbrigðisstarfsmanna að byggja á gagnkvæmri virðingu. Við getum ekki byggt sterkt kerfi á stéttaskiptingu þar sem sumar raddir eru meira metnar en aðrar. Allir þurfa að fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Fjárfestum í öllu fagfólki hjúkrunar Það er rétt að við þurfum að fjárfesta í hjúkrun eins og framkvæmdstjóri hjúkrunar á Landspítala kallaði eftir í grein sinni. En það má ekki verða að þröngri sýn. Við verðum að fjárfesta í öllu því fagfólki sem sinnir hjúkrun, þ.m.t. hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og sjúkraliðum með viðbótarmenntun. Það er lágmarkskrafa að Landspítalinn nýti þann mannauð sem nú þegar er til staðar og viðurkenni diplómanám sjúkraliða. Landspítali og aðrar heilbrigðisstofnanir þurfa að taka frumkvæði, ekki vera eftirbátar. Það krefst hugrekkis, skipulagningar og virðingar fyrir þeim sem þjóna sjúklingum dag hvern með fagmennsku, færni og síaukinni hæfni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist greinin „Fjárfestum í hjúkrun“ eftir Ólaf Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Þar kemur m.a. fram hversu mikilvægt það er að tryggja viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða innan spítalans. Auðvitað taka allir undir slíkt markmið og höfum við hjá Sjúkraliðafélaginu talað okkur hás undanfarin misseri um mikilvægi mönnunar. Það er erfitt að vera ósammála slíkum sjónarmiðum. Við þurfum öflugri stuðning, hærri laun, bætt vinnuumhverfi og stefnu sem miðar að því að tryggja langtímaaðsókn í hjúkrunar- og sjúkraliðanám og starfsánægju þeirra sem fyrir eru í faginu. En í þessari umræðu, sem oft hefur tilhneigingu til að einblína einvörðungu á hjúkrunarfræðinga sem vissulega gegna lykilhlutverki, gleymist stundum annað fagfólk innan heilbrigðiskerfisins sem standa einnig í framlínu umönnunar. Þar ber hæst að nefna sjúkraliða. Það er hins vegar fagnaðarefni að í umræddri grein er mikilvægi sjúkraliða dregið fram. Hins vegar neyðist ég í þessu ljósi til að gagnrýna Landspítalann fyrir eitt veigamikið atriði. Hér er ég að tala um þann hóp sjúkraliða sem hefur lokið eða er að ljúka diplómanámi frá Háskólanum á Akureyri, sem veitir sérhæfða þekkingu í m.a. öldrunarhjúkrun og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta eru þau tvö svið sem ítrekað er kallað eftir betri þjónustu innan spítalans. Diplómanám fyrir sjúkraliða er eitt mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið í átt að faglegri uppbyggingu sjúkraliðastarfsins á síðari árum. Þetta nám býður sjúkraliðum upp á dýpri innsýn í heildræna hjúkrun, hagnýta geðheilbrigðisþjónustu og nýjustu strauma í umönnun aldraðra og fólks með langvinna sjúkdóma. Í ljósi þess hve margir sjúkraliðar vinna náið með sjúklingum er þessi sérhæfing afar mikilvæg. Hvað gerist eftir námið? En hvað gerist þegar sjúkraliðar ljúka þessu námi? Í of mörgum tilvikum, lítið sem ekkert. Starfslýsingar breytast ekki, laun hækka ekki, störfin verða ekki til og nýja þekkingin er hvorki viðurkennd né nýtt. Þetta á sér stað ekki síst á stærstu heilbrigðisstofnun landsins, Landspítalanum. Þrátt fyrir að þessi stofnun sé leiðandi innan heilbrigðiskerfisins, hefur hún hingað til verið afar treg til að viðurkenna þetta menntunarstig og færni þessara einstaklinga með formlegum hætti. Það er ekki aðeins óréttlát afstaða gagnvart fagfólki sem hefur lagt tíma, fyrirhöfn og fjármagn í að mennta sig frekar. Hún er einnig skaðleg fyrir heilbrigðiskerfið sjálft. Ef við erum alvara með að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu, þá verðum við að horfa til heildarinnar. Það gengur ekki að hvetja fólk til náms og síðan hunsa afleiðingarnar. Ef diplómanám sjúkraliða er ekki virt í starfi, þá erum við að senda tvíræð skilaboð: „Við viljum hæfari starfsmenn, en við erum ekki tilbúin að umbuna þeim fyrir hæfni sína.“ Þetta er alvarlegt kerfisvandamál. Það hefur bein áhrif á starfsánægju, starfsöryggi og til lengri tíma einnig á aðsókn í störf innan sjúkraliðastéttarinnar. Þegar fólk sér að meiri menntun leiðir ekki til aukinna tækifæra né virðingar í starfi, minnkar hvati til framþróunar og brottfall eykst. Auk þess er þekking sjúkraliða með diplómanám ekki bara einhver „lúxus“. Hún getur skipt sköpum fyrir gæði þjónustunnar. Sérhæfing í öldrunarhjúkrun, geðheilbrigði og sérhæfðri hjúkrun getur létt álagi af hjúkrunarfræðingum og læknum, stutt betur við fjölskyldur og aukið samfellu í þjónustu við viðkvæma hópa sem er einmitt það sem heilbrigðisstefna stjórnvalda segist leggja áherslu á. Hvað þarf að gera? Það þarf þrjú meginatriði til að rétta af þessa stöðu: Í fyrsta lagi verða Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir að endurskoða starfslýsingar og búa til „raunverulega starfsþróun“ og „stöður“ sem endurspegla aukna menntun og sérhæfingu sjúkraliða. Þetta þarf að fylgja með viðeigandi hækkun í launum og ábyrgð. Stjórnvöld hafa nú þegar viðurkennt þennan hóp sérhæfðra sjúkraliða með sérstakri reglugerðarbreytingu en núna þurfa stofnanir, og ekki síst Landspítalinn að fylgja því eftir. Í annan stað þarf aðgerðaáætlun um samþættingu nýrrar þekkingar. Stofnanir þurfa að vinna markvisst að því að nýta hæfni sérhæfðu sjúkraliðanna. Það þýðir að skipuleggja teymisvinnu betur, nýta sjúkraliða í greiningu, eftirfylgd og endurhæfingu, og styðja við þá í símenntun og faglegu rými. Í þriðja lagi verður samvinna hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraliða og annarra heilbrigðisstarfsmanna að byggja á gagnkvæmri virðingu. Við getum ekki byggt sterkt kerfi á stéttaskiptingu þar sem sumar raddir eru meira metnar en aðrar. Allir þurfa að fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Fjárfestum í öllu fagfólki hjúkrunar Það er rétt að við þurfum að fjárfesta í hjúkrun eins og framkvæmdstjóri hjúkrunar á Landspítala kallaði eftir í grein sinni. En það má ekki verða að þröngri sýn. Við verðum að fjárfesta í öllu því fagfólki sem sinnir hjúkrun, þ.m.t. hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og sjúkraliðum með viðbótarmenntun. Það er lágmarkskrafa að Landspítalinn nýti þann mannauð sem nú þegar er til staðar og viðurkenni diplómanám sjúkraliða. Landspítali og aðrar heilbrigðisstofnanir þurfa að taka frumkvæði, ekki vera eftirbátar. Það krefst hugrekkis, skipulagningar og virðingar fyrir þeim sem þjóna sjúklingum dag hvern með fagmennsku, færni og síaukinni hæfni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun