Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar 24. apríl 2025 13:33 „Það þarf sennilega að byggja úrræði. Ég geri ráð fyrir því. Ég veit ekki til þess að það sé til húsnæði til að taka við þessu.“ Í frétt RÚV þann 18. Febrúar síðastliðinn eru þessi orð höfð eftir þáverandi mennta og barnamálaráðherra Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það 11. Mars kemur svo frétt inn á RÚV með yfirskriftinni „Kauptilboð í Háholt samþykkt með fyrirvara.“ Þarna þykir undirrituðum fara tvísaga á loft er varða velferðarmál barna með fjölþættan vanda. Hvers vegna þarf að svona nauðsynlega að byggja nýtt húsnæði til að taka á þeim málum sem í gangi eru þegar húsnæði var enn til staðar? Húsnæði sem þegar hafði áður verið notað til þess að sinna þessum sömu málum? Hvers vegna kemur þáverandi mennta og barnamálaráðherra fram í fjölmiðlum og staðhæfir að það sé ekkert húsnæði til staðar sem uppylli þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að taka á þeim málum sem upp eru komin í þessum málaflokki? Hvers vegna er svona nauðsynlegt að byggja alltaf nýtt? Árið 2015 tók félags- og húsnæðismála ráðherra ákvörðun um byggingu nýs meðferðarheimils fyrir börn með fjölþættan vanda í Garðabæ, síðan þá hefur ansi mikið vatn runnið til sjávar og enn bólar ekkert á þessari nýbyggingu. Viljayfirlýsingin var undirrituð í desember árið 2018 og gert var ráð fyrir að byrjað yrði að reisa þessa byggingu við Vífilstaðavatn í Garðabæ árið 2020. Eitthvað hlítur undirritaður að vera með vitlaust dagatal þar sem ekki sá ég neytt sem byggingu eða byggingarsvæði líktist á mínum rúnti þarna í gær. En hvað sem því líður að þá er þetta húsnæði ekki til staðar og tekið var sérstaklega fram að þessum hópi barna yrði sinnt á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði, sem hins vegar var lokað árið 2017, og ástæðan sú að lítil eftirspurn væri. Mér þykir rétt að benda á að sú er staðan alls ekki núna. Núna er heldur betur þörf á þessu úrræði. Þorsteinn Víglundsson, þáverandi félagsmála og jafnréttisráðherra hafði á orði að næg úrræði væru til hjá Barnaverndarstofu (nú Barna- og fjölskyldustofa) til að sinna því starfi sem að fram fór á meðferðarheimilinu Háholti. Sú er staðan alls ekki núna. Nú hreinlega flæðir út úr kerjum Barna og fjölskyldustofu og úrræðin ekki nóg til að sinna meðferð hjá þessum hópi heldur eingöngu til að geyma þessi börn. Geyma þau eins og dýr í búrum en ekki veita neina betrun. Auk þess eru þær skýringar sem ég hef einna helst orðið var við í fréttaflutningum af þessum málum þær að þetta húsnæði sem Háholt kallast er svo langt frá höfuðborgarsvæðinu, og stefnan sé sú að færa þessi úrræði öll nær höfuðborgini. Þá spyr undirritaður, hvað í ósköpunum er svona heilagt við höfuðborgarsvæðið sem að er að fara laga þennan vanda hjá börnum? Hvers vegna virðast ráðamenn alltaf halda, sama hvað málaflokkur það er, að allt verður bara betra ef þetta kemur nær höfuðborginni? Væri þá ekki tilvalið að hætta við þær framkvæmdir sem eru á Hlemmi og reisa þar nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla Hraun, þá þyrfti lögreglan nú ekki nema að rölta með alla vondu kallana yfir götuna þegar ætti að stinga þeim inn. Þið hugsið kannski að þessi mál séu engan veginn tengd en þau eru það nú bara samt, af því að á Litla Hraun eða álíka staði eru þessi börn á leiðinni ef ekkert er að gert til þess að stöðva þá vegferð sem þau eru á. Ef ekki hraunið, þá er það kirkjugarðurinn. Það er nefnilega svo að það er ekki allt við höfuðborgarsvæðið sem að er svona æðislegt. Þaðan koma flest þau börn sem eiga við fjölþættan vanda að stríða, enda búa langflestir landsmenn á þessum litla fleti landsins. Á höfuðborgarsvæðinu er heimili undirheimanna, þar sem mest flæði vímuefna er og þar eru líka flest allir þeir sem slæm áhrif hafa á batann hjá þessum börnum. Hvernig í ósköpunum er þar með hægt að segja að það væri bara betra að hafa þessi úrræði nær höfuðborgarsvæðinu? Undirrituðum finnst álíka mikil speki í því og að geyma bensín brúsann vinstra megin á grillinu á meðan þú grillar steikina hægra megin. Það sem þessi börn þurfa á að halda er að vera kippt út úr aðstæðunum á meðan verið er að reyna að rétta við þá þróun sem orðin hefur hjá þeim. Hvernig er betra að gera það nema að fara með þau út í náttúrufegurðina úti á landi, þar sem rólegt er og þar sem þau geta aðeins slakað á taugunum í burtu frá öllu því áreiti sem á höfuðborgarsvæðinu er. Maður fær ekkert barn til þess að hlusta og hlýða þegar það er upptrekt og í mótþróa, og þá skiptir engu hvort það eigi við vandamál að stríða eður ei. Enginn ávinningur er heldur í því að setja öll þessi börn undir sama hatt, þau sem eiga við geðrænan og hegðunar vanda að stríða hafa ekkert að gera undir sama þaki og börn sem eiga við fíknivanda að stríða, það gefur auga leið að það er einungis að hella olíu á eldinn. Þann 18. Apríl síðastliðin kemur svo aftur frétt á RÚV með yfirskriftinni „Háholt aftur á sölu“ Þarna er kjörið tækifæri fyrir mennta- og barnamálaráðherra til að girða sig í brók og grípa gæsina. Þarna er hægt að taka til hendinni í þessum málaflokki og opna þetta blessaða meðferðarheimili aftur svo hægt sé að veita þessum börnum þá viðeignandi þjónustu sem þau þurfa á að halda, og hætta að láta þau sitja á hakanum vegna óþarfa úrræðaleysis stjórnvalda. Við mönnun þessara meðferðaúrræða er einnig hægt að gera margar góðar breytingar. Hversvegna á að setja endalaust að háskólamenntuðu efristéttar fólki sem nánast aldrei hefur eina einustu reynslu af þessum málum í stjórn þessara úrræða. Það sem okkur vantar er fólkið sem reynslu hefur af þessum málum. Fólk sem sjálft hefur upplifað á eigin skinni þær hindranir og þá erfiðleika sem lífið er að bjóða þessum börnum. Við þurfum fólk sem nær til þessara barna og getur mætt þessum börnum á þeirra plani og náð til þeirra. Árangurinn fæst úr reynsluni, ekki skólabókum og pillum. Við þurfum að ná til þessara barna til þess að geta rætt við þau og náð einhverjum árangri í meðferð þessara barna. Það þarf að einfalda þetta kerfi til að losna við stíflurnar, það þarf að minnka óþarfa pappírsvinnu í kringum ferlið sem þarf til að hjálpa þessum börnum. Það þarf að hætt að reyna að finna heildarlausnina í einhverjum fræðibókum og finna lausnina hjá hverjum og einum einstakling, af því að ekkert okkar er eins og ekkert okkar þarf sömu meðferð til að vinna úr okkar málum og það sama gildir um börnin okkar. Höfundur er formaður Samtaka Aðstandenda og Fíknisjúkra í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Meðferðarheimili Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
„Það þarf sennilega að byggja úrræði. Ég geri ráð fyrir því. Ég veit ekki til þess að það sé til húsnæði til að taka við þessu.“ Í frétt RÚV þann 18. Febrúar síðastliðinn eru þessi orð höfð eftir þáverandi mennta og barnamálaráðherra Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það 11. Mars kemur svo frétt inn á RÚV með yfirskriftinni „Kauptilboð í Háholt samþykkt með fyrirvara.“ Þarna þykir undirrituðum fara tvísaga á loft er varða velferðarmál barna með fjölþættan vanda. Hvers vegna þarf að svona nauðsynlega að byggja nýtt húsnæði til að taka á þeim málum sem í gangi eru þegar húsnæði var enn til staðar? Húsnæði sem þegar hafði áður verið notað til þess að sinna þessum sömu málum? Hvers vegna kemur þáverandi mennta og barnamálaráðherra fram í fjölmiðlum og staðhæfir að það sé ekkert húsnæði til staðar sem uppylli þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að taka á þeim málum sem upp eru komin í þessum málaflokki? Hvers vegna er svona nauðsynlegt að byggja alltaf nýtt? Árið 2015 tók félags- og húsnæðismála ráðherra ákvörðun um byggingu nýs meðferðarheimils fyrir börn með fjölþættan vanda í Garðabæ, síðan þá hefur ansi mikið vatn runnið til sjávar og enn bólar ekkert á þessari nýbyggingu. Viljayfirlýsingin var undirrituð í desember árið 2018 og gert var ráð fyrir að byrjað yrði að reisa þessa byggingu við Vífilstaðavatn í Garðabæ árið 2020. Eitthvað hlítur undirritaður að vera með vitlaust dagatal þar sem ekki sá ég neytt sem byggingu eða byggingarsvæði líktist á mínum rúnti þarna í gær. En hvað sem því líður að þá er þetta húsnæði ekki til staðar og tekið var sérstaklega fram að þessum hópi barna yrði sinnt á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði, sem hins vegar var lokað árið 2017, og ástæðan sú að lítil eftirspurn væri. Mér þykir rétt að benda á að sú er staðan alls ekki núna. Núna er heldur betur þörf á þessu úrræði. Þorsteinn Víglundsson, þáverandi félagsmála og jafnréttisráðherra hafði á orði að næg úrræði væru til hjá Barnaverndarstofu (nú Barna- og fjölskyldustofa) til að sinna því starfi sem að fram fór á meðferðarheimilinu Háholti. Sú er staðan alls ekki núna. Nú hreinlega flæðir út úr kerjum Barna og fjölskyldustofu og úrræðin ekki nóg til að sinna meðferð hjá þessum hópi heldur eingöngu til að geyma þessi börn. Geyma þau eins og dýr í búrum en ekki veita neina betrun. Auk þess eru þær skýringar sem ég hef einna helst orðið var við í fréttaflutningum af þessum málum þær að þetta húsnæði sem Háholt kallast er svo langt frá höfuðborgarsvæðinu, og stefnan sé sú að færa þessi úrræði öll nær höfuðborgini. Þá spyr undirritaður, hvað í ósköpunum er svona heilagt við höfuðborgarsvæðið sem að er að fara laga þennan vanda hjá börnum? Hvers vegna virðast ráðamenn alltaf halda, sama hvað málaflokkur það er, að allt verður bara betra ef þetta kemur nær höfuðborginni? Væri þá ekki tilvalið að hætta við þær framkvæmdir sem eru á Hlemmi og reisa þar nýtt fangelsi í staðinn fyrir Litla Hraun, þá þyrfti lögreglan nú ekki nema að rölta með alla vondu kallana yfir götuna þegar ætti að stinga þeim inn. Þið hugsið kannski að þessi mál séu engan veginn tengd en þau eru það nú bara samt, af því að á Litla Hraun eða álíka staði eru þessi börn á leiðinni ef ekkert er að gert til þess að stöðva þá vegferð sem þau eru á. Ef ekki hraunið, þá er það kirkjugarðurinn. Það er nefnilega svo að það er ekki allt við höfuðborgarsvæðið sem að er svona æðislegt. Þaðan koma flest þau börn sem eiga við fjölþættan vanda að stríða, enda búa langflestir landsmenn á þessum litla fleti landsins. Á höfuðborgarsvæðinu er heimili undirheimanna, þar sem mest flæði vímuefna er og þar eru líka flest allir þeir sem slæm áhrif hafa á batann hjá þessum börnum. Hvernig í ósköpunum er þar með hægt að segja að það væri bara betra að hafa þessi úrræði nær höfuðborgarsvæðinu? Undirrituðum finnst álíka mikil speki í því og að geyma bensín brúsann vinstra megin á grillinu á meðan þú grillar steikina hægra megin. Það sem þessi börn þurfa á að halda er að vera kippt út úr aðstæðunum á meðan verið er að reyna að rétta við þá þróun sem orðin hefur hjá þeim. Hvernig er betra að gera það nema að fara með þau út í náttúrufegurðina úti á landi, þar sem rólegt er og þar sem þau geta aðeins slakað á taugunum í burtu frá öllu því áreiti sem á höfuðborgarsvæðinu er. Maður fær ekkert barn til þess að hlusta og hlýða þegar það er upptrekt og í mótþróa, og þá skiptir engu hvort það eigi við vandamál að stríða eður ei. Enginn ávinningur er heldur í því að setja öll þessi börn undir sama hatt, þau sem eiga við geðrænan og hegðunar vanda að stríða hafa ekkert að gera undir sama þaki og börn sem eiga við fíknivanda að stríða, það gefur auga leið að það er einungis að hella olíu á eldinn. Þann 18. Apríl síðastliðin kemur svo aftur frétt á RÚV með yfirskriftinni „Háholt aftur á sölu“ Þarna er kjörið tækifæri fyrir mennta- og barnamálaráðherra til að girða sig í brók og grípa gæsina. Þarna er hægt að taka til hendinni í þessum málaflokki og opna þetta blessaða meðferðarheimili aftur svo hægt sé að veita þessum börnum þá viðeignandi þjónustu sem þau þurfa á að halda, og hætta að láta þau sitja á hakanum vegna óþarfa úrræðaleysis stjórnvalda. Við mönnun þessara meðferðaúrræða er einnig hægt að gera margar góðar breytingar. Hversvegna á að setja endalaust að háskólamenntuðu efristéttar fólki sem nánast aldrei hefur eina einustu reynslu af þessum málum í stjórn þessara úrræða. Það sem okkur vantar er fólkið sem reynslu hefur af þessum málum. Fólk sem sjálft hefur upplifað á eigin skinni þær hindranir og þá erfiðleika sem lífið er að bjóða þessum börnum. Við þurfum fólk sem nær til þessara barna og getur mætt þessum börnum á þeirra plani og náð til þeirra. Árangurinn fæst úr reynsluni, ekki skólabókum og pillum. Við þurfum að ná til þessara barna til þess að geta rætt við þau og náð einhverjum árangri í meðferð þessara barna. Það þarf að einfalda þetta kerfi til að losna við stíflurnar, það þarf að minnka óþarfa pappírsvinnu í kringum ferlið sem þarf til að hjálpa þessum börnum. Það þarf að hætt að reyna að finna heildarlausnina í einhverjum fræðibókum og finna lausnina hjá hverjum og einum einstakling, af því að ekkert okkar er eins og ekkert okkar þarf sömu meðferð til að vinna úr okkar málum og það sama gildir um börnin okkar. Höfundur er formaður Samtaka Aðstandenda og Fíknisjúkra í Hafnarfirði
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar