30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2025 06:02 Flestir hafa heyrt af blóðmerahaldi eða séð myndir af þeirri hörmung, sem það er, í sjónvarpi. - Fæstir vita, að það eru eiðsvarðir dýralæknar, sem hafa heitið að verja, vernda og lækna dýrin, tryggja velferð þeirra í hvívetna, sem framkvæma blóðtökuna og bera þar með ábyrgð á þessari hörmulegu starfsemi, fyrir mér dýraníði, sem aðeins virðist vera leyfð á Íslandi í allri Evrópu. Varla rjúfa menn eið fyrirf skiptimynt Án þeirra dýralækna, sem þessa blóðtöku stunda, gæti blóðmerahaldið ekki þrifist. Auðvitað fá þeir þóknun fyrir, væntanlega ríflega. Varla rjúfa menn eið fyrir skiptimynt. Þessi starfsemi er, eins og mörg önnur óðija, knúin áfram af peningum. Miklum peningum. Nóg til að skuggi megi falla á eið eða hann gleymast. 4088 merar í blóðgjafarnauðung – 4088 folöld í kjöthakk 25.000 svona blótökur voru framkvæmdar á 4088 hryssum, sem voru neyddar til að eignast folald - þær verða að vera fylfullar, til að blóðið henti - og voru mjólkandi með folald fyrir, 2023. Þessi blessuðu folöld voru í raun ”aukaafurð”, sem flest fóru beint í sláturhús um haustið. Beint í hakk. Ekki góð býti það og skammgóður lífdagi fyrir blessuð folöldin. Einu lifandi, fallegu og gerðarlegu dýri má auðvitað fórna, býtta út, ekkert mál, fyrir 7-8 lítra af dýrmætu blóði. Á við 30 silfurpeninga, eða meira? Ætla má, að dýralæknar hafi fengið tugi milljóna fyrir þessi viðvik, sem fremur verða að flokkast undir meiðingar og andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart dýrunum, fyrir undirrituðum dýraníð, heldur en vernd, hvað þá lækningu, af einhverju tagi. - Það tekur 15 mínútur að tappa 7-8 lítrum af blóði af meri. Við bætist rekstur í blótökubás, negling dýrsins í blótökubás með stöngum og reipum, undirbúningur og frágangur. Varla kemst dýralæknir því yfir meira en 2-3 blóðtökur á klukkutímann. Sé reiknað með þremur og því, að dýralæknir taki 10.000 kr. á tímann, fær hann 3.300 kr. fyrir hverja blóðtöku. Sé þetta rétt - þetta er bara mín ágizkun - þetta gæti verið minna, en líka meira, þá hafa þeir dýralæknar, sem blóðtöku stunda, fengið 82.500.000 kr. fyrir sínar blóðtökur 2023! 30 silfurpeningar? Fyrir undirrituðum, já. Rifjum upp, hvað blóðmerahaldið er? Það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum hvert haust. Hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar! Vikulega! - Flestar merarnar eru ótamdar, villtar, og þarf oft að reka þær með valdi, jafnvel beita þær meiðingum og ofbeldi, til að koma þeim í blóðtökubás og njörva þær þar fastar. Dugar þá oft ekki minna en barsmiðar, högg og spörk, og er oft gripið til priks eða stangar, líka reipa, ef meri er stygg, hrædd eða fælin. - Eru þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir við blóðtöku, vikulega í 2 mánuði, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og haldið þar með valdi í minnst 15 mínútur, ótaldir. Skyldur og heit dýralækna Margir hafa heyrt um læknaeiðinn, sem gengur út á skyldur lækna gagnvart sjúklingum sínum, mannfólkinu, um að sinna þeim, heilsu þeirra og velferð, öryggi og vellíðan, á allan þann hátt, eftir því sem þekking þeirra, færni og kunnátta leyfir. - Ég hygg, hins vegar, að færri hugsi mikið um skyldur dýralækna gagnvart dýrunum og réttindum dýranna til skjóls, verndar og lækninga af hálfu dýralækna. - Flestir dýralæknar sverja, með hlistæðum hætti og læknar gagnvart fólki, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að forða sínum skjólstæðingum, dýrunum, frá vanlíðan og þjáningu, ógn og ótta, svo og að lækna þau, tryggja vellíðan þeirra, öryggi og velfarnað, eftir fremsta megni. EES-starfseiður dýralækna Starfseiður dýralækna skv. EES-reglugerðinni hljóðar ca. svona: ”Ég sver hátíðlega að nota vísindalega þekkingu mína og færni í þágu dýraheilbrigðis og dýravelferðar, til að koma í veg fyrir og lina þjáningar dýranna, til verndunar þeirrar auðlindar, sem dýrin eru, og eflingu lýðheilsu. Ég mun stunda starf mitt af samviskusemi og með reisn í samræmi við siðareglur dýralækna. Ég mun leitast við að bæta hæfni mína og halda uppi heilindum og virðingu dýralæknastéttarinnar. Ég samþykki og staðfesti skyldur mínar við dýrin, svo og skjólstæðinga og samstarfsmenn og mun ég ekki leyfa faglegum eða persónulegum hagsmunum að hafa áhrif á eða rýra skyldur mínar.“ Siðareglur Dýralæknafélags Íslands Þá er vert að líta á helztu punktana varðandi vernd og velferð dýranna í siðareglum, Codex Ethicus, Dýralæknafélags Íslands: „1. Dýralæknir skal hafa vakandi auga með því, að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Hann skal beita sér fyrir því, að í aðbúnaði húsdýra sé tekið tillit til þekkingar um náttúrulegt atferli dýranna, er tryggi þeim góða vist. Dýralæknir skal gæta þess, að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. 2.Dýralæknir skal skal einungis framkvæma þær læknisaðgerðir (LÆKNISAÐGERÐI!), sem réttmætar teljast og eru í samræmi við viðurkenndar starfsaðferðir dýralækna. 4.Við tilraunir skal dýralæknir ávallt gæta velferðar dýra og forðast að valda þeim sársauka eða ótta. 10.Dýralæknir skal leitast við að mynda sér ígrundaða skoðun á stöðu og rétti allra dýra á hverjum tíma í lífríkinu. Hann skal eftir fremsta megni leiðbeina almenningi, félagasamtökum og löggjafanum um meðferð og aðbúnað dýra þannig að velferð þeirra sé tryggð“. Fyrir undirrituðum stenzt það engan veginn, að dýralæknir, sem hefur svarið EES-starfseiðinn, eða lofað hefur að fylgja siðareglum Dýralæknafélags Íslands, framkvæmi blóðtöku af ótömdum, fylfullum og mjólkandi merum, með þeim hætti, sem raun ber vitni. Ég vil skora á þá dýralækna, sem hafa staðið að og í raun stýrt blóðmerahaldinu, gert það mögulegt, að láta af þeirri óiðju. Þvo blóðugar hendur sínar af þessu vonda verki. Jafnframt skora ég á stjórn Dýralæknafélags Íslands, að víkja þeim dýralæknum, sem halda áfram að tryggja blóðmerahaldi framgang, úr félaginu, enda eru þeir væntanlega í miklum minnihluta. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt af blóðmerahaldi eða séð myndir af þeirri hörmung, sem það er, í sjónvarpi. - Fæstir vita, að það eru eiðsvarðir dýralæknar, sem hafa heitið að verja, vernda og lækna dýrin, tryggja velferð þeirra í hvívetna, sem framkvæma blóðtökuna og bera þar með ábyrgð á þessari hörmulegu starfsemi, fyrir mér dýraníði, sem aðeins virðist vera leyfð á Íslandi í allri Evrópu. Varla rjúfa menn eið fyrirf skiptimynt Án þeirra dýralækna, sem þessa blóðtöku stunda, gæti blóðmerahaldið ekki þrifist. Auðvitað fá þeir þóknun fyrir, væntanlega ríflega. Varla rjúfa menn eið fyrir skiptimynt. Þessi starfsemi er, eins og mörg önnur óðija, knúin áfram af peningum. Miklum peningum. Nóg til að skuggi megi falla á eið eða hann gleymast. 4088 merar í blóðgjafarnauðung – 4088 folöld í kjöthakk 25.000 svona blótökur voru framkvæmdar á 4088 hryssum, sem voru neyddar til að eignast folald - þær verða að vera fylfullar, til að blóðið henti - og voru mjólkandi með folald fyrir, 2023. Þessi blessuðu folöld voru í raun ”aukaafurð”, sem flest fóru beint í sláturhús um haustið. Beint í hakk. Ekki góð býti það og skammgóður lífdagi fyrir blessuð folöldin. Einu lifandi, fallegu og gerðarlegu dýri má auðvitað fórna, býtta út, ekkert mál, fyrir 7-8 lítra af dýrmætu blóði. Á við 30 silfurpeninga, eða meira? Ætla má, að dýralæknar hafi fengið tugi milljóna fyrir þessi viðvik, sem fremur verða að flokkast undir meiðingar og andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart dýrunum, fyrir undirrituðum dýraníð, heldur en vernd, hvað þá lækningu, af einhverju tagi. - Það tekur 15 mínútur að tappa 7-8 lítrum af blóði af meri. Við bætist rekstur í blótökubás, negling dýrsins í blótökubás með stöngum og reipum, undirbúningur og frágangur. Varla kemst dýralæknir því yfir meira en 2-3 blóðtökur á klukkutímann. Sé reiknað með þremur og því, að dýralæknir taki 10.000 kr. á tímann, fær hann 3.300 kr. fyrir hverja blóðtöku. Sé þetta rétt - þetta er bara mín ágizkun - þetta gæti verið minna, en líka meira, þá hafa þeir dýralæknar, sem blóðtöku stunda, fengið 82.500.000 kr. fyrir sínar blóðtökur 2023! 30 silfurpeningar? Fyrir undirrituðum, já. Rifjum upp, hvað blóðmerahaldið er? Það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum hvert haust. Hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar! Vikulega! - Flestar merarnar eru ótamdar, villtar, og þarf oft að reka þær með valdi, jafnvel beita þær meiðingum og ofbeldi, til að koma þeim í blóðtökubás og njörva þær þar fastar. Dugar þá oft ekki minna en barsmiðar, högg og spörk, og er oft gripið til priks eða stangar, líka reipa, ef meri er stygg, hrædd eða fælin. - Eru þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir við blóðtöku, vikulega í 2 mánuði, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og haldið þar með valdi í minnst 15 mínútur, ótaldir. Skyldur og heit dýralækna Margir hafa heyrt um læknaeiðinn, sem gengur út á skyldur lækna gagnvart sjúklingum sínum, mannfólkinu, um að sinna þeim, heilsu þeirra og velferð, öryggi og vellíðan, á allan þann hátt, eftir því sem þekking þeirra, færni og kunnátta leyfir. - Ég hygg, hins vegar, að færri hugsi mikið um skyldur dýralækna gagnvart dýrunum og réttindum dýranna til skjóls, verndar og lækninga af hálfu dýralækna. - Flestir dýralæknar sverja, með hlistæðum hætti og læknar gagnvart fólki, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að forða sínum skjólstæðingum, dýrunum, frá vanlíðan og þjáningu, ógn og ótta, svo og að lækna þau, tryggja vellíðan þeirra, öryggi og velfarnað, eftir fremsta megni. EES-starfseiður dýralækna Starfseiður dýralækna skv. EES-reglugerðinni hljóðar ca. svona: ”Ég sver hátíðlega að nota vísindalega þekkingu mína og færni í þágu dýraheilbrigðis og dýravelferðar, til að koma í veg fyrir og lina þjáningar dýranna, til verndunar þeirrar auðlindar, sem dýrin eru, og eflingu lýðheilsu. Ég mun stunda starf mitt af samviskusemi og með reisn í samræmi við siðareglur dýralækna. Ég mun leitast við að bæta hæfni mína og halda uppi heilindum og virðingu dýralæknastéttarinnar. Ég samþykki og staðfesti skyldur mínar við dýrin, svo og skjólstæðinga og samstarfsmenn og mun ég ekki leyfa faglegum eða persónulegum hagsmunum að hafa áhrif á eða rýra skyldur mínar.“ Siðareglur Dýralæknafélags Íslands Þá er vert að líta á helztu punktana varðandi vernd og velferð dýranna í siðareglum, Codex Ethicus, Dýralæknafélags Íslands: „1. Dýralæknir skal hafa vakandi auga með því, að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Hann skal beita sér fyrir því, að í aðbúnaði húsdýra sé tekið tillit til þekkingar um náttúrulegt atferli dýranna, er tryggi þeim góða vist. Dýralæknir skal gæta þess, að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. 2.Dýralæknir skal skal einungis framkvæma þær læknisaðgerðir (LÆKNISAÐGERÐI!), sem réttmætar teljast og eru í samræmi við viðurkenndar starfsaðferðir dýralækna. 4.Við tilraunir skal dýralæknir ávallt gæta velferðar dýra og forðast að valda þeim sársauka eða ótta. 10.Dýralæknir skal leitast við að mynda sér ígrundaða skoðun á stöðu og rétti allra dýra á hverjum tíma í lífríkinu. Hann skal eftir fremsta megni leiðbeina almenningi, félagasamtökum og löggjafanum um meðferð og aðbúnað dýra þannig að velferð þeirra sé tryggð“. Fyrir undirrituðum stenzt það engan veginn, að dýralæknir, sem hefur svarið EES-starfseiðinn, eða lofað hefur að fylgja siðareglum Dýralæknafélags Íslands, framkvæmi blóðtöku af ótömdum, fylfullum og mjólkandi merum, með þeim hætti, sem raun ber vitni. Ég vil skora á þá dýralækna, sem hafa staðið að og í raun stýrt blóðmerahaldinu, gert það mögulegt, að láta af þeirri óiðju. Þvo blóðugar hendur sínar af þessu vonda verki. Jafnframt skora ég á stjórn Dýralæknafélags Íslands, að víkja þeim dýralæknum, sem halda áfram að tryggja blóðmerahaldi framgang, úr félaginu, enda eru þeir væntanlega í miklum minnihluta. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun