Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir og Israa Saed skrifa 27. apríl 2025 19:00 Síðasta árið hef ég verið í sambandi við nokkrar manneskjur í Palestínu og ég kalla þau öll með stolti vini mína. Meirihluti þeirra eru ungar mæður með lítil börn. Í litla hópnum mínum eru líka feður, strákar og ungar konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða og reiða sig á utanaðkomandi hjálp til að komast í gegnum það sem oftast er kallað stríð en er í raun kerfisbundin útrýming heillar þjóðar. Þið getið sett þann merkimiða sem þið viljið við þessa útskýringu. Orð í þessu samhengi mega sín lítils, það eru gjörðirnar sem skipta núna máli. Til að hreyfa við hjörtum samborgara minna og reyna af veikum mætti að verða að liði birti ég hér sögu minnar kæru Israa. Saga Israa er merkileg fyrir þær sakir að í henni má lesa um sameiginlega upplifun hundruðir þúsunda mæðra á aðstæðum sem hafa aldrei nokkurn tímann átt sinn líka í sögu mannkyns. En Israa er líka einstök, hún berst ein í bökkum með dætur sínar þrjár því maðurinn hennar þurfti að fara yfir landamærin í byrjun stríðsins til að komast undir læknishendur, og hann kemst ekki aftur til baka. „Ég ólst upp í miðju stríði og erfiðleikum en tókst að ljúka námi þrátt fyrir skelfilegar aðstæður, eldflaugar flugu yfir okkur á meðan á prófum stóð, stöðugur ótti og ótrygg búseta voru daglegt líf. Ég útskrifaðist úr háskóla árið 2016 með gráðu í arabísku og íslömskum fræðum, á sama tíma og ég eignaðist mína fyrstu dóttur, Sama. Eiginmaður minn var járnsmiður sem þénaði rétt nóg til að sjá okkur farborða. Við bjuggum í litlu húsi og mig dreymdi um betra líf fyrir börnin mín, en stríð og fátækt gerðu það ómögulegt. Í gegnum árin lifðum við af nokkrar árásir, 2012, 2014, 2020 en sú allra skelfilegasta stendur nú yfir. Við höfum núna upplifað sprengjuárásir, flótta, hungur og stöðugan ótta. Dætur mínar hafa orðið vitni að eyðileggingu sem ekkert barn ætti nokkru sinni að sjá. Ein eldflaug lenti við rúm elstu dóttur minnar aðeins nokkrum mínútum eftir að hún hafði farið úr því, örlögin hlífðu okkur í það skiptið, en áfallið sat eftir. Ég sé ein fyrir börnunum. Þegar stríðið braust út fylltist ég ótta. Við vissum ekki hvað var að gerast, hvernig við áttum að hegða okkur eða hvernig ég gæti varið börnin mín. Ég var stressuð og kvíðin. Ætti ég að flýja? Ég safnaði saman skilríkjunum okkar, enn skjálfandi af ótta, en það eina sem hægt var að gera var að bíða milli vonar og ótta í myrkrinu, yrðum við næstar? Það var erfið nótt; flugvélar, eldflaugar og stöðug hávaði sem aldrei hætti. Hvenær sem var gat sprengjubrot fallið á okkur og drepið okkur. Okkar fyrra líf var horfið. Skorið var alveg á rafmagnið eftir að aðalrafstöðvarnar voru sprengdar. Við notum rafhlöður með örlitlu ljósi, en það dugar skammt. Fólk hefur neyðst til að nota sólarorku, sem þó er ekki öllum aðgengileg og við komumst öðru hvoru í netsamband, við td. þá spítala sem eftir standa. Okkur hefur verið fleygt aftur um aldir, allt það hversdagslega sem er svo sjálfsagt í nútímanum er orðið að baráttu, frá því að sækja vatn, kveikja eld, elda og verða sér úti um klæði. Á síðustu mánuðum höfum við neyðst til að flýja, frá Rafah til Khan Younis og svo aftur og aftur undir sprengjuárásum, oft gangandi klukkutímum saman. Við bjuggum í yfirfullum tjöldum þar sem ekkert var af hreinu vatni, rafmagni eða næði. Lífið er óbærilegt, að þvo föt með höndunum í kuldanum olli mér skaða og börnin mín eru með húðvandamál vegna lélegrar hreinlætisaðstöðu. Nú er maturinn er á þrotum og við erum ráða- og bjargarlaus. Ómögulegt er að flýja með reisn og á mannúðlegan hátt. Í hvert einasta skipti sem ég flúði með dæturnar mínar litlu var það undir sprengjuárásum, stórskotahríð og algjörri eyðileggingu. Í hvert skipti gleymdi ég einhverju, fötum eða nauðsynjum fyrir börnin mín, og við á flótta, aftur og aftur. Einn daginn, sem var sérstaklega erfiður, var ég að biðja. Ég náði ekki að klára bænina því eldflaug lenti á húsi nágranna minna. Börnin mín byrjuðu að gráta og öskra. Ég hafði oft flúið yfir til nágrannanna því þakið hjá þeim er úr steinsteypu og veitir meiri vörn gegn sprengjubrotunum úr þessum villimannslegu árásum. Annar dagur: Ég sit úti um nóttina og eldflaug lendir á byggingu beint á móti húsinu mínu. Ég horfi á sprenginguna og sé börnin hlaupa út – mæðurnar rifnar í sundur. Hræðilegt. Þetta er sjón sem gleymist aldrei. Við höfum upplifað nætur sem enginn ætti að þurfa að lifa – enginn getur þolað slíkar aðstæður. Allir eru ringlaðir, óvissir – á hverri stundu getur hver sem er orðið næsta skotmark. Það sem við höfum lifað og séð getur mannshugurinn ekki ímyndað sér. Hugsaðu þér að sitja og vita að þú gætir verið drepin hvenær sem er, og bíða eftir að eldflaug falli á þig. Það er ólýsanlegt, niðurlægjandi. Lífið í tjöldum er mjög erfitt, á veturna er bítandi kuldi og á sumrin óbærilegur hiti. Það er raunveruleikinn, ofan á allt annað. Þrátt fyrir allt þetta reyndi ég að leita eftir stuðningi. Ég hef notað Facebook til að tengjast fólki, en reikningunum mínum er alltaf lokað. Það er eins og heimurinn hafi snúið baki við okkur. Nú þegar vopnahléð var tilkynnt og fólk fór aftur heim sá ég að húsið mitt hefur verið jafnað við jörðu. Ég missti allt. Núna er ég enn á flótta með dætrum mínum, án hjálpar, á lokuðu svæði þar sem engin aðstoð nær til okkar. Við erum þreyttar, harmi lostnar og gleymdar. Allt sem ég óska fyrir börnin mín er að þau fái að lifa eðlilegu lífi, hljóti menntun, lifi við öryggi og gleði. Til ykkar sem heyrið í mér: við þurfum stuðning ykkar, samkennd ykkar, rödd ykkar. Við erum ekki tölur eða fyrirsagnir í fréttum—við erum mæður, dætur og fjölskyldur sem halda í vonina í heimi sem hefur snúið okkur baki.“ Það er mikilvægt að upplifun vina minna komi fram. Það er líka mikilvægt að standa með þeim, með öllum tiltækum ráðum. Nú þegar tveir mánuðir hafa liðið síðan lokað var á alla aðstoð inn á svæðið og allar birgðir eru á þrotum er mikilvægara en nokkurn tímann að taka þátt á einstaklingsgrundvelli. Löngu ljóst er að samsekt alþjóðlegra stofnana og ríkja heims sem taka ekki til sinna ráða gegn drápsvélum þeim sem lýst er hér frá fyrstu hendi, er mikil. Í raun felst eina mögulega björgin í okkur, venjulegu fólki út um allan heim, sem getur sent pening til þeirra sem þó eru svo lánsöm að eiga hauk í horni í öðru landi. Millifærslur frá einstaklingum eru það eina sem hjálpar eins og er, og það sem meira er, það er bein aðstoð, beint frá þér til þeirra. Úti er hægt að borga fyrir matinn með millifærslum beint til kaupmanna. Því bið ég ykkur, takið þátt. Vingist við Israa og athugið söfnunarsíðuna hennar og/eða fleiri í sömu aðstæðum, gangið til liðs við hópinn Safnanir og styrkir til fólks í Palestínu og gerið það eina sem við getum gert til að sýna hug okkar. Höfundur er þýðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðasta árið hef ég verið í sambandi við nokkrar manneskjur í Palestínu og ég kalla þau öll með stolti vini mína. Meirihluti þeirra eru ungar mæður með lítil börn. Í litla hópnum mínum eru líka feður, strákar og ungar konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða og reiða sig á utanaðkomandi hjálp til að komast í gegnum það sem oftast er kallað stríð en er í raun kerfisbundin útrýming heillar þjóðar. Þið getið sett þann merkimiða sem þið viljið við þessa útskýringu. Orð í þessu samhengi mega sín lítils, það eru gjörðirnar sem skipta núna máli. Til að hreyfa við hjörtum samborgara minna og reyna af veikum mætti að verða að liði birti ég hér sögu minnar kæru Israa. Saga Israa er merkileg fyrir þær sakir að í henni má lesa um sameiginlega upplifun hundruðir þúsunda mæðra á aðstæðum sem hafa aldrei nokkurn tímann átt sinn líka í sögu mannkyns. En Israa er líka einstök, hún berst ein í bökkum með dætur sínar þrjár því maðurinn hennar þurfti að fara yfir landamærin í byrjun stríðsins til að komast undir læknishendur, og hann kemst ekki aftur til baka. „Ég ólst upp í miðju stríði og erfiðleikum en tókst að ljúka námi þrátt fyrir skelfilegar aðstæður, eldflaugar flugu yfir okkur á meðan á prófum stóð, stöðugur ótti og ótrygg búseta voru daglegt líf. Ég útskrifaðist úr háskóla árið 2016 með gráðu í arabísku og íslömskum fræðum, á sama tíma og ég eignaðist mína fyrstu dóttur, Sama. Eiginmaður minn var járnsmiður sem þénaði rétt nóg til að sjá okkur farborða. Við bjuggum í litlu húsi og mig dreymdi um betra líf fyrir börnin mín, en stríð og fátækt gerðu það ómögulegt. Í gegnum árin lifðum við af nokkrar árásir, 2012, 2014, 2020 en sú allra skelfilegasta stendur nú yfir. Við höfum núna upplifað sprengjuárásir, flótta, hungur og stöðugan ótta. Dætur mínar hafa orðið vitni að eyðileggingu sem ekkert barn ætti nokkru sinni að sjá. Ein eldflaug lenti við rúm elstu dóttur minnar aðeins nokkrum mínútum eftir að hún hafði farið úr því, örlögin hlífðu okkur í það skiptið, en áfallið sat eftir. Ég sé ein fyrir börnunum. Þegar stríðið braust út fylltist ég ótta. Við vissum ekki hvað var að gerast, hvernig við áttum að hegða okkur eða hvernig ég gæti varið börnin mín. Ég var stressuð og kvíðin. Ætti ég að flýja? Ég safnaði saman skilríkjunum okkar, enn skjálfandi af ótta, en það eina sem hægt var að gera var að bíða milli vonar og ótta í myrkrinu, yrðum við næstar? Það var erfið nótt; flugvélar, eldflaugar og stöðug hávaði sem aldrei hætti. Hvenær sem var gat sprengjubrot fallið á okkur og drepið okkur. Okkar fyrra líf var horfið. Skorið var alveg á rafmagnið eftir að aðalrafstöðvarnar voru sprengdar. Við notum rafhlöður með örlitlu ljósi, en það dugar skammt. Fólk hefur neyðst til að nota sólarorku, sem þó er ekki öllum aðgengileg og við komumst öðru hvoru í netsamband, við td. þá spítala sem eftir standa. Okkur hefur verið fleygt aftur um aldir, allt það hversdagslega sem er svo sjálfsagt í nútímanum er orðið að baráttu, frá því að sækja vatn, kveikja eld, elda og verða sér úti um klæði. Á síðustu mánuðum höfum við neyðst til að flýja, frá Rafah til Khan Younis og svo aftur og aftur undir sprengjuárásum, oft gangandi klukkutímum saman. Við bjuggum í yfirfullum tjöldum þar sem ekkert var af hreinu vatni, rafmagni eða næði. Lífið er óbærilegt, að þvo föt með höndunum í kuldanum olli mér skaða og börnin mín eru með húðvandamál vegna lélegrar hreinlætisaðstöðu. Nú er maturinn er á þrotum og við erum ráða- og bjargarlaus. Ómögulegt er að flýja með reisn og á mannúðlegan hátt. Í hvert einasta skipti sem ég flúði með dæturnar mínar litlu var það undir sprengjuárásum, stórskotahríð og algjörri eyðileggingu. Í hvert skipti gleymdi ég einhverju, fötum eða nauðsynjum fyrir börnin mín, og við á flótta, aftur og aftur. Einn daginn, sem var sérstaklega erfiður, var ég að biðja. Ég náði ekki að klára bænina því eldflaug lenti á húsi nágranna minna. Börnin mín byrjuðu að gráta og öskra. Ég hafði oft flúið yfir til nágrannanna því þakið hjá þeim er úr steinsteypu og veitir meiri vörn gegn sprengjubrotunum úr þessum villimannslegu árásum. Annar dagur: Ég sit úti um nóttina og eldflaug lendir á byggingu beint á móti húsinu mínu. Ég horfi á sprenginguna og sé börnin hlaupa út – mæðurnar rifnar í sundur. Hræðilegt. Þetta er sjón sem gleymist aldrei. Við höfum upplifað nætur sem enginn ætti að þurfa að lifa – enginn getur þolað slíkar aðstæður. Allir eru ringlaðir, óvissir – á hverri stundu getur hver sem er orðið næsta skotmark. Það sem við höfum lifað og séð getur mannshugurinn ekki ímyndað sér. Hugsaðu þér að sitja og vita að þú gætir verið drepin hvenær sem er, og bíða eftir að eldflaug falli á þig. Það er ólýsanlegt, niðurlægjandi. Lífið í tjöldum er mjög erfitt, á veturna er bítandi kuldi og á sumrin óbærilegur hiti. Það er raunveruleikinn, ofan á allt annað. Þrátt fyrir allt þetta reyndi ég að leita eftir stuðningi. Ég hef notað Facebook til að tengjast fólki, en reikningunum mínum er alltaf lokað. Það er eins og heimurinn hafi snúið baki við okkur. Nú þegar vopnahléð var tilkynnt og fólk fór aftur heim sá ég að húsið mitt hefur verið jafnað við jörðu. Ég missti allt. Núna er ég enn á flótta með dætrum mínum, án hjálpar, á lokuðu svæði þar sem engin aðstoð nær til okkar. Við erum þreyttar, harmi lostnar og gleymdar. Allt sem ég óska fyrir börnin mín er að þau fái að lifa eðlilegu lífi, hljóti menntun, lifi við öryggi og gleði. Til ykkar sem heyrið í mér: við þurfum stuðning ykkar, samkennd ykkar, rödd ykkar. Við erum ekki tölur eða fyrirsagnir í fréttum—við erum mæður, dætur og fjölskyldur sem halda í vonina í heimi sem hefur snúið okkur baki.“ Það er mikilvægt að upplifun vina minna komi fram. Það er líka mikilvægt að standa með þeim, með öllum tiltækum ráðum. Nú þegar tveir mánuðir hafa liðið síðan lokað var á alla aðstoð inn á svæðið og allar birgðir eru á þrotum er mikilvægara en nokkurn tímann að taka þátt á einstaklingsgrundvelli. Löngu ljóst er að samsekt alþjóðlegra stofnana og ríkja heims sem taka ekki til sinna ráða gegn drápsvélum þeim sem lýst er hér frá fyrstu hendi, er mikil. Í raun felst eina mögulega björgin í okkur, venjulegu fólki út um allan heim, sem getur sent pening til þeirra sem þó eru svo lánsöm að eiga hauk í horni í öðru landi. Millifærslur frá einstaklingum eru það eina sem hjálpar eins og er, og það sem meira er, það er bein aðstoð, beint frá þér til þeirra. Úti er hægt að borga fyrir matinn með millifærslum beint til kaupmanna. Því bið ég ykkur, takið þátt. Vingist við Israa og athugið söfnunarsíðuna hennar og/eða fleiri í sömu aðstæðum, gangið til liðs við hópinn Safnanir og styrkir til fólks í Palestínu og gerið það eina sem við getum gert til að sýna hug okkar. Höfundur er þýðandi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar