Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 Í kosningabaráttunni töluðu forystumenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fjálglega um velferð, sjálfbærni og þjóðaröryggi. Nú blasir við óþægileg mynd: algjört stefnuleysi í landbúnaðarmálum og áhugaleysi gagnvart fæðuöryggi þjóðarinnar. Íslenskur landbúnaður glímir við gríðarlegar áskoranir. Bændur búa við hækkandi framleiðslukostnað, hörð samkeppni frá innfluttum vörum og sífellt meiri kröfur um umhverfisvænan rekstur – án raunverulegs stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir að umhverfisvæn ræktun og innlend framleiðsla ættu að vera hornsteinar grænnar framtíðar, hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið fáar og kraftlausar. Það sem er enn alvarlegra er að ríkisstjórnin virðist ekki skilja hvernig íslenskur landbúnaður virkar. Samkeppni í íslenskum landbúnaði kemur ekki á milli innlendra afurðarstöðva – heldur erlendis frá, með linnulausum innflutningi sem ryður íslenskum vörum út af markaðnum. Ríkisstjórnin hefur frekar kosið að líta undan gagnvart linnulausum innflutningi sem grefur undan íslenskum bændum og traustum stoðum samfélagsins. Meðal annars er nú flutt inn lambakjöt frá Írlandi sem selt er undir villandi merkjum, og þannig blekktir íslenskir neytendur, meðan bændur eiga í vaxandi basli. Samfylkingin lofaði að tryggja sjálfbærni og framtíðaröryggi en hefur hvorki mótað skýra matvælastefnu né sýnt vilja til að efla íslenskan landbúnað. Viðreisn hélt á lofti stefnum um ábyrga markaðsstefnu, en hefur horft aðgerðalaus á innflutninginn vaxa. Flokkur fólksins hét því að vera rödd fólksins en hefur þagað þegar kemur að því að verja lífsviðurværi bænda og grunnþætti íslensks fæðuöryggis. Þegar markaðsöfl, án nokkurra skilyrða, fá að grafa undan grunnstoðum landsins verður Ísland sífellt háðara öðrum ríkjum um að brauðfæða sitt eigið fólk. Slík þróun er ekki ábyrg, heldur skammsýn og hættuleg. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum, vaxandi spennu í alþjóðaviðskiptum og óútreiknanlegum náttúruvá, verður fæðuöryggi þjóðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ef alþjóðlegir flutningsstraumar stöðvast – eins og gerðist í heimsfaraldrinum – stendur Ísland berskjaldað eftir ef innlend framleiðsla hefur verið látin grotna niður. Það eru ekki aðeins sveitirnar sem tapa ef íslenskur landbúnaður tapar. Öll þjóðin tapar – sjálfstæðið, öryggið og geta landsins til þess að framfleyta þjóð sinni þegar á reynir. Það er tímabært að krefjast raunverulegra aðgerða: leggja fram skýra stefnu í þágu innlendrar matvælaframleiðslu, tryggja bændum sanngjörn starfsskilyrði, umbuna þeim fyrir umhverfisvænan rekstur og gera fæðuöryggi að hluta af þjóðaröryggisstefnu Íslands, og hjálpa ungu fólki að hefja búskap. Þetta snýst ekki um að setja fram fallegar yfirlýsingar – heldur um að framkvæma. Ef ríkisstjórnin bregst áfram skyldum sínum, verður Ísland sífellt veikara.Þegar innflutningurinn ræður ríkjum, er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því. Stórauka þarf innlenda matvælaframleiðslu. Íslensk matvæli eru einstök og teljast meðal þeirra hreinustu í heiminum. Hvergi í veröldinni er minna notað af sýklalyfjum í landbúnaði en hér á Íslandi. Og nóg eigum við að hreinu og tæru vatni á íslandi , sem er okkar stærsta auðlind. Það er skylda okkar að nýta þessa sérstöðu til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar – fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Matvælaframleiðsla Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni töluðu forystumenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fjálglega um velferð, sjálfbærni og þjóðaröryggi. Nú blasir við óþægileg mynd: algjört stefnuleysi í landbúnaðarmálum og áhugaleysi gagnvart fæðuöryggi þjóðarinnar. Íslenskur landbúnaður glímir við gríðarlegar áskoranir. Bændur búa við hækkandi framleiðslukostnað, hörð samkeppni frá innfluttum vörum og sífellt meiri kröfur um umhverfisvænan rekstur – án raunverulegs stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir að umhverfisvæn ræktun og innlend framleiðsla ættu að vera hornsteinar grænnar framtíðar, hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið fáar og kraftlausar. Það sem er enn alvarlegra er að ríkisstjórnin virðist ekki skilja hvernig íslenskur landbúnaður virkar. Samkeppni í íslenskum landbúnaði kemur ekki á milli innlendra afurðarstöðva – heldur erlendis frá, með linnulausum innflutningi sem ryður íslenskum vörum út af markaðnum. Ríkisstjórnin hefur frekar kosið að líta undan gagnvart linnulausum innflutningi sem grefur undan íslenskum bændum og traustum stoðum samfélagsins. Meðal annars er nú flutt inn lambakjöt frá Írlandi sem selt er undir villandi merkjum, og þannig blekktir íslenskir neytendur, meðan bændur eiga í vaxandi basli. Samfylkingin lofaði að tryggja sjálfbærni og framtíðaröryggi en hefur hvorki mótað skýra matvælastefnu né sýnt vilja til að efla íslenskan landbúnað. Viðreisn hélt á lofti stefnum um ábyrga markaðsstefnu, en hefur horft aðgerðalaus á innflutninginn vaxa. Flokkur fólksins hét því að vera rödd fólksins en hefur þagað þegar kemur að því að verja lífsviðurværi bænda og grunnþætti íslensks fæðuöryggis. Þegar markaðsöfl, án nokkurra skilyrða, fá að grafa undan grunnstoðum landsins verður Ísland sífellt háðara öðrum ríkjum um að brauðfæða sitt eigið fólk. Slík þróun er ekki ábyrg, heldur skammsýn og hættuleg. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum, vaxandi spennu í alþjóðaviðskiptum og óútreiknanlegum náttúruvá, verður fæðuöryggi þjóðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ef alþjóðlegir flutningsstraumar stöðvast – eins og gerðist í heimsfaraldrinum – stendur Ísland berskjaldað eftir ef innlend framleiðsla hefur verið látin grotna niður. Það eru ekki aðeins sveitirnar sem tapa ef íslenskur landbúnaður tapar. Öll þjóðin tapar – sjálfstæðið, öryggið og geta landsins til þess að framfleyta þjóð sinni þegar á reynir. Það er tímabært að krefjast raunverulegra aðgerða: leggja fram skýra stefnu í þágu innlendrar matvælaframleiðslu, tryggja bændum sanngjörn starfsskilyrði, umbuna þeim fyrir umhverfisvænan rekstur og gera fæðuöryggi að hluta af þjóðaröryggisstefnu Íslands, og hjálpa ungu fólki að hefja búskap. Þetta snýst ekki um að setja fram fallegar yfirlýsingar – heldur um að framkvæma. Ef ríkisstjórnin bregst áfram skyldum sínum, verður Ísland sífellt veikara.Þegar innflutningurinn ræður ríkjum, er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því. Stórauka þarf innlenda matvælaframleiðslu. Íslensk matvæli eru einstök og teljast meðal þeirra hreinustu í heiminum. Hvergi í veröldinni er minna notað af sýklalyfjum í landbúnaði en hér á Íslandi. Og nóg eigum við að hreinu og tæru vatni á íslandi , sem er okkar stærsta auðlind. Það er skylda okkar að nýta þessa sérstöðu til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar – fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun