Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 5. maí 2025 11:15 Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar