Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:30 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun