Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 8. maí 2025 10:01 Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun