„Hún er albesti vinur minn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:58 Hundurinn Orka og konan Dagný eru nánir samstarfsfélagar. Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur. Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“ Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“
Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent