Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar 19. maí 2025 14:02 Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun