Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar 20. maí 2025 14:32 Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi. Við vitum jú að svo miklu fleira sameinar okkur, þvert á allt það sem á einhvern hátt greinir okkur að. Ekki síst erum við einsleit hvað varðar ást á fjölskyldu og vinum og sérlega börnum, öllum börnum. Ástin sú og orkan sem henni fylgir hefur margoft reynst sá sterki þráður sem borið hefur hjálp um langan veg milli einstaklinga, hópa og þjóða. Saman mynda slíkir þræðir eins konar fjölskyldubönd mannkynsins. Hvar eru þau nú þegar bræður okkar og systur á Gaza eru drepin bæði nótt og dag og það í beinni útsendingu? Barnamorð nætur og daga Ísrael stundar linnulausar árásir á almenna borgara og drepur tugi - hundruð daglega. Hvorki er um sjálfsvörn né stríð að ræða heldur einhliða árás. Óháð öllum skilgreiningum þá er Þetta þjóðarmorð og framið með vitund, vilja og beinum stuðningi bandarískra stjórnvalda. Aðgerðaleysi flestra annarra ríkja er æpandi og gerir okkur, þjóðir þeirra ríkja, meðsek. Við lok stríðs fyrir 80 árum hétum við því að standa vörð um mennskuna en gerum það svo ekki, þegar á reynir. Systur okkar og bræður á Gaza, ekki síst börn eru myrt alla daga og nætur með sprengjum, hungri og farsóttum. Á meðan tölum við bara tölum og mest um það, hvað aðrir ættu að gera. Nýjast þar, hvort þau sem það ákveða, leyfi Ísrael þátttöku í Eurovision 2026 eða ekki - samanber orð utanríkisráðherra í 10-fréttum Rásar 2 í dag þann 20. maí. Orð eru vissulega til alls fyrst, en tími aðgerða er upp runninn og það fyrir löngu. Hristum af okkur þrælslundina! Ísraelsríki er að stofni til þau sem lifðu af helför nasista. Þetta ríki fer nú helför á hendur almennum borgurum Gaza og eirir þar engu. Það er gert í skjóli bandarískra stjórnvalda sem svo treysta á áframhaldandi þrælslund flestra vestrænna ríkja. Við Íslendingar vorum fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öxlum ábyrgðina sem því fylgir og tökum aftur skref í þágu frjálsrar Palestínu. Skref sem skipt geta máli fyrir lífsmögulega þeirra sem Ísraelsríki hefur enn ekki náð að drepa á Gaza, en áformar að gera það við fyrsta tækifæri. Skeytum ekki um hvað herranum í Hvíta húsinu þóknast. Gerumst aðilar að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð og setjum viðskiptabann á Ísrael. Munum að meira mark er tekið á gjörðum en orðum. Stöndum með mennskunni og stígum þessi skref. Þau gætu hreyft við fleiri ríkjum. Höfundur er læknir og á bræður og systur á Gaza.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar