Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar 28. maí 2025 08:02 Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun