Geislasverð Svarthöfða til sölu Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 13:30 Geislasverð Darths Vader er í raun handfang ljósakubbs sem breytt var fyrir Star Wars. Það gæti nú selst á allt að 370 milljónir króna. Gjöf en ekki gjald. AP/Joanna Chan Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna. Sverðið var einnig notað í Return of the Jedi en til voru tvær útgáfur af því. Önnur var fest við belti leikarans Davids Prowse og áhættuleikarans Bobs Anderson. Hin var svo búin blaði úr timbri og notuð í bardagaatriði. Það er seinni útgáfan sem fer á uppboð í Los Angeles í næsta mánuði, en blaðið vantar. AFP fréttaveitan segir að sverðinu hafi veri lýst sem „heilögum kaleik“ aðdáenda Star Wars og að margir þeirra væru tilbúnir til að fórna hendinni eins og Logi til að eignast það. Í samtali við fréttaveituna segir uppboðshaldarinn, stofnandi fyrirtækisins Propstore, að bandarískur einstaklingur hafi átt sverðið. Viðkomandi hafi svo gúgglað „hvernig sel ég leikmun úr Star Wars“ og endað hjá fyrirtækinu Propstore. „Hann kom til okkar og sagði: „Mig langar að selja þetta“ og við fengum áfall,“ segir Stephen Lane. Hann segir engan hafa vitað að leikmunurinn væri til. Sérfræðingar sönnuðu að sverðið væri það sem notað var í myndunum með því að bera rispur á og beyglur á því við myndefni frá tökum myndanna. Á sama uppboði verður hægt að kaupa svipu sem Harrison Ford notaði við tökur Indiana Jones and the last crusade og minnisleysistæki sem notað var í Men in Black. Star Wars Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Sverðið var einnig notað í Return of the Jedi en til voru tvær útgáfur af því. Önnur var fest við belti leikarans Davids Prowse og áhættuleikarans Bobs Anderson. Hin var svo búin blaði úr timbri og notuð í bardagaatriði. Það er seinni útgáfan sem fer á uppboð í Los Angeles í næsta mánuði, en blaðið vantar. AFP fréttaveitan segir að sverðinu hafi veri lýst sem „heilögum kaleik“ aðdáenda Star Wars og að margir þeirra væru tilbúnir til að fórna hendinni eins og Logi til að eignast það. Í samtali við fréttaveituna segir uppboðshaldarinn, stofnandi fyrirtækisins Propstore, að bandarískur einstaklingur hafi átt sverðið. Viðkomandi hafi svo gúgglað „hvernig sel ég leikmun úr Star Wars“ og endað hjá fyrirtækinu Propstore. „Hann kom til okkar og sagði: „Mig langar að selja þetta“ og við fengum áfall,“ segir Stephen Lane. Hann segir engan hafa vitað að leikmunurinn væri til. Sérfræðingar sönnuðu að sverðið væri það sem notað var í myndunum með því að bera rispur á og beyglur á því við myndefni frá tökum myndanna. Á sama uppboði verður hægt að kaupa svipu sem Harrison Ford notaði við tökur Indiana Jones and the last crusade og minnisleysistæki sem notað var í Men in Black.
Star Wars Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira