Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar 28. ágúst 2025 12:02 Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð. Endurnýting eða nýsköpun? Tvö frumvörp eru einkum sögð hornsteinar „nýju sóknarinnar“: annars vegar frumvarp sem varð að lögum sl. vor um samræmt námsmat og hins vegar frumvarp um heildarlög um gerð námsgagna. Bæði frumvörpin lágu hins vegar fullmótuð fyrir hjá fyrri ríkisstjórn. Það er vissulega jákvætt að þau komi nú til framkvæmda, en erfitt er að tala um „nýja sókn“ ef engin ný sýn er til staðar. Sókn án fjármögnunar? Stærri spurningin er þó hvort þessi boðaða sókn sé yfirleitt fjármögnuð. Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir að fjárheimildir til menntamála (málefnasvið 22, stjórnsýsla menntamála o.fl.) lækki ár frá ári, alls um 1,5 milljarða á tímabili áætlunarinnar, þar af um einn milljarð strax árið 2026. Vissulega hækka framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu ár, en nauðsynlegt er að efla faglega stoðþjónustu, styrkja stjórnsýslu og auka eftirfylgni markmiða og aðgerða. Það er eðlilegt að krefjast aðhalds í ríkisfjármálum, en það fer illa saman við stór orð um sókn í menntamálum, sem óhjákvæmilega krefst aukinna fjárveitinga. Að takast á við samfélagsbreytingar Raunveruleg sókn í menntamálum snýst enn fremur ekki aðeins um að bæta mælingar eða taka upp samræmt námsmat, sem hvort tveggja er vissulega jákvætt. Hún snýst um að tryggja að skólakerfið ráði m.a. við þær samfélagsbreytingar sem þegar eiga sér stað. Í mörgum grunnskólum landsins er hlutfall innflytjenda orðið mjög hátt og raunar svo hátt að hraði breytinganna er nánast án hliðstæðu á Norðurlöndum. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Mikilvægt er að kenna börnum með erlendan bakgrunn íslensku á árangursríkan hátt, og um leið að tryggja að íslensk börn nái góðum tökum á móðurmálinu. Þegar stór hluti bekkja hefur annað móðurmál en íslensku verður þessi áskorun enn stærri. Að takast á við þessar áskoranir mun kosta sitt, en leiða til aukinnar verðmætasköpunar og velmegunar til lengri tíma. Sameiginleg áskorun – sameiginlegt verkefni Breytt samfélagsmynstur er áskorun sem snertir okkur öll. Við þurfum heiðarlegt samtal um hvert stefnir og hvað gera þarf öllum til hagsbóta. Hvernig tryggjum við að börn með erlendan bakgrunn fái raunhæfan stuðning án þess að það komi niður á tungumálakunnáttu íslenskra barna? Hvernig tryggjum við að íslenskt skólakerfi verði áfram burðarás samfélags sem er í örum breytingum? Þetta eru ekki spurningar sem leystar verða með endurunnu frumvarpi, heldur með markvissum aðgerðum og fjárfestingu í kennurum, stuðningsúrræðum, bættu eftirliti og faglegu starfi. Samræmdur matsferill og betri námsgögn eru jákvæð skref, en við þurfum að taka fleiri skref. Sókn í menntamálum verður að fela í sér raunhæf markmið, tryggða fjármögnun og hugrekki til að mæta samfélagsbreytingum. Hún þarf að tryggja að íslenskan blómstri sem móðurmál, að skólarnir okkar ráði við breytta samsetningu samfélagsins og að börn fái sem bestan grunn til framtíðar. Í skólum landsins starfar frábært fagfólk sem á skilið traustan stuðning til að sinna sínu mikilvæga starfi. Spurningin er því einföld: ætlum við að nýta tækifærið og byggja upp menntakerfi sem þjónar öllum börnum í breyttu samfélagi eða látum við „nýju sóknina“ verða að litlu hliðarskrefi? Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar