Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Agnar Már Másson skrifar 17. september 2025 20:00 Þó Magnea Gná segi að traust ríki í garð oddvitans hefur það vissulega hvarflað að henni að sækjast sjálf eftir oddvitasætinu. Það liggur þó ekki fyrir hvernig valið verður á lista flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Samsett Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum. Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“ Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira