Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Agnar Már Másson skrifar 17. september 2025 20:00 Þó Magnea Gná segi að traust ríki í garð oddvitans hefur það vissulega hvarflað að henni að sækjast sjálf eftir oddvitasætinu. Það liggur þó ekki fyrir hvernig valið verður á lista flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Samsett Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum. Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“ Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira