Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 11:35 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Með frumvarpinu er ætlunin að skylda um jafnlaunavottun verði lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. „Með breytingunni í frumvarpinu er komið til móts við gagnrýni um mikinn kostnað við ferli jafnlaunavottunar en fyrirtækjum og stofnunum er engu að síður gert skylt sem fyrr að skila nauðsynlegum gögnum um kynbundinn launamun og gera úrbætur þar sem þess gerist þörf,“ segir í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnlaunavottunin, sem var lögfest árið 2017, hefur verið gagnrýnd fyrir mikinn kostnað sem henni fylgir. Sjá nánar: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Meðal breytinga sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra leggur til er að í stað jafnlaunavottunar verði fyrirtæki og stofnanir að skila gögnum á þriggja ára fresti um starfaflokkun og launagreiningu til Jafnréttistofu. Ef launamunur mælist í þeim gögnum verði að fylgja með tímasett áætlun þar sem kemur fram hvernig brugðist verður við muninum. Ráðherra á jafnframt að meta árangur skýrslugjafarinnar á þriggja ára fresti. Tók tillit til tillagna hagræðingarhópsins Breytingarnar á jafnlaunavottun voru meðal tillaga samráðshóps ríkisstjórnarinnar sem tók fyrir hagræðingu í ríkisrekstri. Í tillögunum var lagt til að ekki yrði sett krafa á fyrirtæki þar sem hundrað manns eða færri starfa um jafnlaunavottun. Þá yrði ytri úttekt, sem að jafnaði er framkvæmd árlega, frekar framkvæmd á þriggja ára fresti. Í tillögunum segir að breytingarnar spari hinu opinbera um einn og hálfan milljarð króna. Þorbjörg Sigríður virðist hafa tekið mið af tillögum hagræðingarhópsins. Í dag eiga öll fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri starfa að öðlast jafnlaunavottun. Hún leggur til að fyrirtæki þar sem færri en fimmtíu manns starfa séu undanskilin kröfunni um að skila inn gögnum. Sú regla muni gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september 2026, en eiga þó enn eftir að fara í gegnum umsagnarferli og þingið.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. 19. maí 2025 20:24