Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2025 12:55 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir þrjár leiðir í raun færar til að bregðast við aukinni veðmálastarfsemi hér á landi. vísir/samsett Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“ Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“
Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira