„Þessi starfsemi er komin til að vera“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2025 22:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“ Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Íslendingar stunda veðmál næst mest allra þjóða heims. Um tíu milljarðar króna renna úr landi árlega til erlendra spilasíðna sem ekki eru með starfsleyfi hér á landi. Lögin hafa vart verið uppfærð síðan árið 2005 og starfa erlendu vefsíðurnar í raun í skjóli úreltra laga sem gera lítið ráð fyrir erlendri netspilun. Óbreytt staða vandamál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist vilja breyta reglunum. „Ég held að óbreytt staða sé vandamál. Við sjáum að þetta er risastór markaður og tölurnar hlaupa á milljörðum, jafnvel tugum milljarða. Óbreytt staða held ég að sé vandamál. Ég hef aðeins verið að skoða þetta og líta til þess hvernig regluverkinu á Norðurlöndunum er háttað. Ég held við þurfum að horfast í augu við það að þessi starfsemi er komin til að vera. Við séum frekar að horfa til þess hvernig við getum búið til eðlilega umgjörð þessara mála,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vill ekki banna meira Fyrir þremur árum skilaði starfshópur á vegum ráðuneytisins skýrslu um málaflokkinn. Þar voru fulltrúar allra hagsmunaaðila en gátu þeir ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það bendir til þess að sama hvernig lögunum verður breytt, þá verður ákveðinn hópur ósáttur. Ráðherra hallast að því að opna markaðinn frekar en að loka honum meira. „Sjálf er ég þeirrar skoðunar að ég held að bann sé ekki lausnin út úr þessu. Svo er ég líka jarðtengd hvað varðar væntingar,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þannig þig langar að reyna að opna aðeins á þennan markað hér á landi. Erlendir aðilar geti líka verið hér? „Ég held að það sé jarðtengdasta niðurstaðan. Ég er sjálf ekki hrifin af óþarfa bönnum. Mér finnst skipta máli að það verði heilbrigð umgjörð utan um þennan markað. Að við höfum yfirsýn, innsýn og reglur. Eftirlit og séum meðvituð um hætturnar þarna. En eins og ég segi, ég er ekki hrifin af algjöri banni á þessum markaði, nei.“
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58 Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6. september 2025 19:58
Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. 28. ágúst 2025 13:31