Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 16:39 Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland leiða ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda. Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir eru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, sem er í samræmi við fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir eru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, sem er í samræmi við fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent