Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson og Margrét Bjarnadóttir skrifa 13. nóvember 2025 12:17 Það er fagnaðarefni að við séum að ræða leikskólamál á Íslandi. Höldum því endilega áfram og tölum aðeins um leikskólana í Garðabæ. Hér er leikskólastarf í sífelldri þróun og við rekum kerfi sem virkar. Hér eru leikskólabörn 7,4% af íbúum sem er afar hátt hlutfall á landsvísu og þeim hefur einnig fjölgað einna hraðast. Við finnum að fjölskyldurnar vilja setjast að í Garðabæ og þar með fjölgar börnunum hratt og örugglega. Foreldrar og íbúar í Garðabæ eru ánægðastir meðal sveitarfélaga með leikskólastarf. Þetta sýnir íbúakönnun Gallup fyrir árið 2024 og ný könnun sem Garðabær lét gera meðal foreldra leikskólabarna í kjölfar breytinga á starfsemi leikskóla í bænum. Garðabær hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að bæta starfsumhverfi leikskólanna með það að markmiði að auka gæði starfsins og tryggja stöðugleika. Heimild: úttekt Viðskiptaráðs Íslands á nokkrum þáttum leikskólastarfs Leikskólarnir í Garðabæ eru enda mikilvægasti grunnurinn að farsælu samfélagi. Þar hefst ferðalag barnanna í námi, félagslegum tengslum og leik. Þar mótast fyrstu kynni þeirra af skólasamfélaginu sem fylgir þeim næstu árin. Garðabær hefur ávallt verið framsýnn í leikskólamálum og á undanförnum árum höfum við unnið að því að styrkja leikskólastarfið í bænum og skapa umhverfi sem er gott fyrir bæði börn, starfsfólk og foreldra. Eitt af því mikilvægasta í þjónustuloforðinu okkar er að fjölskyldur geti gengið að leikskólaplássum og öflugu, öruggu og góðu skólastarfi. Garðabær er skólabær og við erum stolt af því. Tölum um leikskólana En já, tölum aðeins um leikskólana í Garðabæ. Hér kemur stutta útgáfan: Aðgengi að leikskólaplássi. Foreldrar geta treyst á að leikskóladvöl hefjist í Garðabæ í góðu samhengi við lok fæðingarorlofs. Á þessu ári hafa öll börn fædd fyrir 18. nóvember 2024 fengið boð um leikskólapláss Meiri sveigjanleiki. Foreldrar geta stýrt viðveru barnanna sinna, milli daga og vikna. Það skiptir t.d. máli fyrir fjölskyldur þar sem foreldrar eru í vaktavinnu. Samræmd skóladagatöl. Í Garðabæ eru skóladagatöl leik- og grunnskóla samræmd. Því eru skipulagsdagar og frí fyrirsjáanlegri og minna íþyngjandi fyrir frídaga fjölskyldunnar. Leikskólar Garðabæjar eru nánast alltaf opnir. Leikskólar Garðabæjar loka aðeins yfir dymbilvikuna og fyrsta virka dag í janúar. Að öðru leyti eru leikskólarnir alltaf starfandi. Foreldrar stýra því hvenær börn taka sumarfrí. Viðskiptaráð Íslands segir Garðabæ vera með fæsta skilgreinda lokunardaga stóru sveitafélaganna og taka þá til greina skipulagsdaga. Fáliðun sjaldgæf. Fáliðun er sem betur fer sjaldgæf í Garðabæ og henni er aðeins beitt til þess að tryggja öryggi barna í leikskólanum. Verulegar umbætur hafa náðst í þessum efnum undanfarin misseri. Valfrelsi. Það er foreldra að velja leik- og grunnskóla barnanna sinna í Garðabæ. Þeir hafa val og við treystum þeim til að velja sjálfir hvað hentar börnunum best. Bætt starfsumhverfi hjálpar starfsfólki og fjölskyldum Sem sagt, með nýju skipulagi sem við innleiddum á árunum 2023-2024 hefur tekist að draga úr álagi á starfsfólk, auka svigrúm til undirbúnings starfsfólks og tryggja að leikskólarnir séu fullmannaðir á þeim tíma dags sem börnin eru flest. Við höfum viljandi valið að kalla þetta ekki „Garðabæjarleiðina“ en staðreyndin er sú að þessi aðferðafræði hefur skilað miklum árangri. Ánægja foreldra og starfsfólks Samkvæmt könnun sem unnin var af Gallup á árinu fyrir Garðabæ eru foreldrar almennt mjög ánægðir með leikskólastarfið í Garðabæ. Meirihluti þeirra telur að breytingarnar hafi haft jákvæð áhrif á starfsemina, ekki síst þegar kemur að sveigjanleika í dvalartíma og fríum. Fjölskyldur hafa haft betra svigrúm til að skipuleggja sameiginlegan tíma. Spurning til foreldra: Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskólans? Spurning til foreldra: Telur þú að sveigjanlegur dvalartími í leikskólanum sé jákvæður eða neikvæður fyrir skipulag fjölskyldunnar? Foreldrar eru almennt ánægðir með þjónustu leikskólanna og nefna sérstaklega sveigjanleika í fríum og dvalartíma sem einn helsta styrkleika kerfisins. Margir nefna einnig ánægju með því að börn komist snemma inn í leikskóla eftir fæðingarorlof, sem auðveldi bæði foreldrum og börnum aðlögun. Mun fleiri telja að breytingarnar hafi haft jákvæð áhrif á líðan barna sinna í leikskólanum (36%) en neikvæð (8%). 46% foreldra eru ánægð með breytingarnar, 31% segja hvorki/né (eru hlutlaus) og 23% eru óánægð. Starfsfólk leikskólanna lýsir jafnframt mikilli ánægju með faglegt samstarf, gott andrúmsloft og stuðning frá stjórnendum. Það skiptir sköpum, því öflugt starfsfólk er forsenda góðs leikskólastarfs og segir starfsfólk leikskólana vera eftirsóknarverðari vinnustaði. En hverjar voru veigamestu breytingarnar? Með því að stytta viðveru barna í leikskólanum í 40 tíma, en samtímis leyfa fjölskyldum að stýra viðveru barnanna í samræmi við þarfir fjölskyldunnar, hefur tekist að tryggja stöðuga mönnun leikskólanna. Þannig hefur tekist að forðast tímabil síðdegis með fáliðuðu starfsfólki, auka faglega nærveru og bæta skipulag starfsins. Leikskólar Garðabæjar loka ekki yfir sumarið og í raun eru þeir aðeins lokaðir í dymbilvikunni. Foreldrar skrá viðveru barnanna í jóla- og vetrarfríi og þá er hægt er að fá afslátt af leikskólagjöldum með að taka samfleytt frí yfir vetrartímann. Þetta fyrirkomulag hefur skapað betra skipulag, jafnað álag á starfsfólk og aukið sveigjanleika fyrir fjölskyldur. Fyrst og fremst hefur það þýtt að leikskólarnir loka mjög sjaldan vegna fáliðunar. Þaðskiptir miklu máli. Breytingar sem byggja undir framtíðina Við sjáum nú þegar að nýja skipulagið hefur skapað jákvæðan grunn fyrir áframhaldandi þróun. Með skýrari áherslum á fagmennsku, starfsþróun og góðan aðbúnað getum við haldið áfram að laða til okkar og halda hjá okkur hæft starfsfólk. Það er eftirsóknarvert að vinna í leikskólum Garðabæjar. Garðabær hefur lagt áherslu á að efla faglegt starf og menntun starfsfólks. Starfsfólk getur til dæmis sótt um í þróunarsjóð leikskóla og sinnt nýsköpunarverkefnum í skólastarfi. Starfsfólk getur sótt nám í leikskólakennarafræðum með stuðningi bæjarins. Í hverjum leikskóla eru starfandi fagstéttir sem sinna snemmtækri íhlutun og sérkennslu, sem styður við faglegt starf og dregur úr álagi. Samvinna er lykillinn Það sem hefur einkennt þessa breytingavinnu er gott samtal við foreldra, leikskólastjóra og starfsfólk. Við höfum lagt áherslu á að hlusta, ræða og þróa útfærslur í samvinnu við þá sem standa nær leikskólastarfinu. Þannig tryggjum við að breytingar sem teknar eru á pappír skili sér í raunverulegum umbótum í daglegu starfi. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessari vegferð fyrir góða samvinnu og uppbyggilegar ábendingar sem gera gott starf enn betra. Það er ánægjulegt að sjá að breytingarnar hafa mælst vel fyrir og að foreldrar og starfsfólk finni raunverulega fyrir jákvæðum áhrifum þeirra. Við höldum áfram á sömu braut með það að markmiði að leikskólastarf í Garðabæ verði áfram til fyrirmyndar á landsvísu. Almar Guðmundsson bæjarstjóri GarðabæjarMargrét Bjarnadóttir, formaður leikskólanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Leikskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að við séum að ræða leikskólamál á Íslandi. Höldum því endilega áfram og tölum aðeins um leikskólana í Garðabæ. Hér er leikskólastarf í sífelldri þróun og við rekum kerfi sem virkar. Hér eru leikskólabörn 7,4% af íbúum sem er afar hátt hlutfall á landsvísu og þeim hefur einnig fjölgað einna hraðast. Við finnum að fjölskyldurnar vilja setjast að í Garðabæ og þar með fjölgar börnunum hratt og örugglega. Foreldrar og íbúar í Garðabæ eru ánægðastir meðal sveitarfélaga með leikskólastarf. Þetta sýnir íbúakönnun Gallup fyrir árið 2024 og ný könnun sem Garðabær lét gera meðal foreldra leikskólabarna í kjölfar breytinga á starfsemi leikskóla í bænum. Garðabær hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að bæta starfsumhverfi leikskólanna með það að markmiði að auka gæði starfsins og tryggja stöðugleika. Heimild: úttekt Viðskiptaráðs Íslands á nokkrum þáttum leikskólastarfs Leikskólarnir í Garðabæ eru enda mikilvægasti grunnurinn að farsælu samfélagi. Þar hefst ferðalag barnanna í námi, félagslegum tengslum og leik. Þar mótast fyrstu kynni þeirra af skólasamfélaginu sem fylgir þeim næstu árin. Garðabær hefur ávallt verið framsýnn í leikskólamálum og á undanförnum árum höfum við unnið að því að styrkja leikskólastarfið í bænum og skapa umhverfi sem er gott fyrir bæði börn, starfsfólk og foreldra. Eitt af því mikilvægasta í þjónustuloforðinu okkar er að fjölskyldur geti gengið að leikskólaplássum og öflugu, öruggu og góðu skólastarfi. Garðabær er skólabær og við erum stolt af því. Tölum um leikskólana En já, tölum aðeins um leikskólana í Garðabæ. Hér kemur stutta útgáfan: Aðgengi að leikskólaplássi. Foreldrar geta treyst á að leikskóladvöl hefjist í Garðabæ í góðu samhengi við lok fæðingarorlofs. Á þessu ári hafa öll börn fædd fyrir 18. nóvember 2024 fengið boð um leikskólapláss Meiri sveigjanleiki. Foreldrar geta stýrt viðveru barnanna sinna, milli daga og vikna. Það skiptir t.d. máli fyrir fjölskyldur þar sem foreldrar eru í vaktavinnu. Samræmd skóladagatöl. Í Garðabæ eru skóladagatöl leik- og grunnskóla samræmd. Því eru skipulagsdagar og frí fyrirsjáanlegri og minna íþyngjandi fyrir frídaga fjölskyldunnar. Leikskólar Garðabæjar eru nánast alltaf opnir. Leikskólar Garðabæjar loka aðeins yfir dymbilvikuna og fyrsta virka dag í janúar. Að öðru leyti eru leikskólarnir alltaf starfandi. Foreldrar stýra því hvenær börn taka sumarfrí. Viðskiptaráð Íslands segir Garðabæ vera með fæsta skilgreinda lokunardaga stóru sveitafélaganna og taka þá til greina skipulagsdaga. Fáliðun sjaldgæf. Fáliðun er sem betur fer sjaldgæf í Garðabæ og henni er aðeins beitt til þess að tryggja öryggi barna í leikskólanum. Verulegar umbætur hafa náðst í þessum efnum undanfarin misseri. Valfrelsi. Það er foreldra að velja leik- og grunnskóla barnanna sinna í Garðabæ. Þeir hafa val og við treystum þeim til að velja sjálfir hvað hentar börnunum best. Bætt starfsumhverfi hjálpar starfsfólki og fjölskyldum Sem sagt, með nýju skipulagi sem við innleiddum á árunum 2023-2024 hefur tekist að draga úr álagi á starfsfólk, auka svigrúm til undirbúnings starfsfólks og tryggja að leikskólarnir séu fullmannaðir á þeim tíma dags sem börnin eru flest. Við höfum viljandi valið að kalla þetta ekki „Garðabæjarleiðina“ en staðreyndin er sú að þessi aðferðafræði hefur skilað miklum árangri. Ánægja foreldra og starfsfólks Samkvæmt könnun sem unnin var af Gallup á árinu fyrir Garðabæ eru foreldrar almennt mjög ánægðir með leikskólastarfið í Garðabæ. Meirihluti þeirra telur að breytingarnar hafi haft jákvæð áhrif á starfsemina, ekki síst þegar kemur að sveigjanleika í dvalartíma og fríum. Fjölskyldur hafa haft betra svigrúm til að skipuleggja sameiginlegan tíma. Spurning til foreldra: Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskólans? Spurning til foreldra: Telur þú að sveigjanlegur dvalartími í leikskólanum sé jákvæður eða neikvæður fyrir skipulag fjölskyldunnar? Foreldrar eru almennt ánægðir með þjónustu leikskólanna og nefna sérstaklega sveigjanleika í fríum og dvalartíma sem einn helsta styrkleika kerfisins. Margir nefna einnig ánægju með því að börn komist snemma inn í leikskóla eftir fæðingarorlof, sem auðveldi bæði foreldrum og börnum aðlögun. Mun fleiri telja að breytingarnar hafi haft jákvæð áhrif á líðan barna sinna í leikskólanum (36%) en neikvæð (8%). 46% foreldra eru ánægð með breytingarnar, 31% segja hvorki/né (eru hlutlaus) og 23% eru óánægð. Starfsfólk leikskólanna lýsir jafnframt mikilli ánægju með faglegt samstarf, gott andrúmsloft og stuðning frá stjórnendum. Það skiptir sköpum, því öflugt starfsfólk er forsenda góðs leikskólastarfs og segir starfsfólk leikskólana vera eftirsóknarverðari vinnustaði. En hverjar voru veigamestu breytingarnar? Með því að stytta viðveru barna í leikskólanum í 40 tíma, en samtímis leyfa fjölskyldum að stýra viðveru barnanna í samræmi við þarfir fjölskyldunnar, hefur tekist að tryggja stöðuga mönnun leikskólanna. Þannig hefur tekist að forðast tímabil síðdegis með fáliðuðu starfsfólki, auka faglega nærveru og bæta skipulag starfsins. Leikskólar Garðabæjar loka ekki yfir sumarið og í raun eru þeir aðeins lokaðir í dymbilvikunni. Foreldrar skrá viðveru barnanna í jóla- og vetrarfríi og þá er hægt er að fá afslátt af leikskólagjöldum með að taka samfleytt frí yfir vetrartímann. Þetta fyrirkomulag hefur skapað betra skipulag, jafnað álag á starfsfólk og aukið sveigjanleika fyrir fjölskyldur. Fyrst og fremst hefur það þýtt að leikskólarnir loka mjög sjaldan vegna fáliðunar. Þaðskiptir miklu máli. Breytingar sem byggja undir framtíðina Við sjáum nú þegar að nýja skipulagið hefur skapað jákvæðan grunn fyrir áframhaldandi þróun. Með skýrari áherslum á fagmennsku, starfsþróun og góðan aðbúnað getum við haldið áfram að laða til okkar og halda hjá okkur hæft starfsfólk. Það er eftirsóknarvert að vinna í leikskólum Garðabæjar. Garðabær hefur lagt áherslu á að efla faglegt starf og menntun starfsfólks. Starfsfólk getur til dæmis sótt um í þróunarsjóð leikskóla og sinnt nýsköpunarverkefnum í skólastarfi. Starfsfólk getur sótt nám í leikskólakennarafræðum með stuðningi bæjarins. Í hverjum leikskóla eru starfandi fagstéttir sem sinna snemmtækri íhlutun og sérkennslu, sem styður við faglegt starf og dregur úr álagi. Samvinna er lykillinn Það sem hefur einkennt þessa breytingavinnu er gott samtal við foreldra, leikskólastjóra og starfsfólk. Við höfum lagt áherslu á að hlusta, ræða og þróa útfærslur í samvinnu við þá sem standa nær leikskólastarfinu. Þannig tryggjum við að breytingar sem teknar eru á pappír skili sér í raunverulegum umbótum í daglegu starfi. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessari vegferð fyrir góða samvinnu og uppbyggilegar ábendingar sem gera gott starf enn betra. Það er ánægjulegt að sjá að breytingarnar hafa mælst vel fyrir og að foreldrar og starfsfólk finni raunverulega fyrir jákvæðum áhrifum þeirra. Við höldum áfram á sömu braut með það að markmiði að leikskólastarf í Garðabæ verði áfram til fyrirmyndar á landsvísu. Almar Guðmundsson bæjarstjóri GarðabæjarMargrét Bjarnadóttir, formaður leikskólanefndar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun