Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar 18. nóvember 2025 08:32 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur á undanförnum árum markvisst aukið og eflt þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu og á Suðurlandi. Stofnunin hefur með mikilli fagmennsku byggt upp mikilvæga þjónustu svo sem krabbameinsmeðferðir, geðheilbrigðisþjónustu, bráðalyflækningadeild og heimaspítala. Þá hefur stofnunin í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg unnið að verkefninu Gott að eldast sem miðar að því að veita faglega og samfellda velferðar- og heilbrigðisþjónustu í Árborg. Það sem hér er upptalið eru aðeins brot af þeim mikilvægu verkefnum sem HSU stendur fyrir með það að markmiði að veita heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa og gesti svæðisins. Álagið hefur aukist samhliða fjölgun íbúa á starfssvæði stofnunarinnar Frá árinu 2008 hefur íbúum í Árnessýslu fjölgað úr 15.167 í 22.520 árið 2025, sem jafngildir um 48% fjölgun samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili hafa komur erlendra ferðamanna til landsins fimmfaldast og stór hluti þeirra heimsækir starfssvæði HSU. Auk íbúafjölgunar og ferðamanna eru á svæðinu um átta þúsund sumarhús og fjöldi gisti- og tjaldsvæða. Það er því ljóst að þegar slys, sjúkdómar eða önnur bráð veikindi koma upp leitar fjölmennur hópur fólks til HSU eftir þjónustu. Þegar rýnt er í gögn úr ársskýrslu HSU kemur fram að árið 2019 voru 14.765 komur á bráðamóttöku HSU á Selfossi en árið 2023 hafði þeim fjölgað í 20.073. Þetta er aukning um 5.308 komur eða 36% á fjórum árum sem samsvarar um fjórtán fleiri komum á dag að meðaltali. Til samanburðar voru 17.147 komur á bráðamóttökuna á Akureyri árið 2023, sem undirstrikar umfang og mikilvægi þjónustunnar á Selfossi. Þá hafa legudagar á lyflækningadeild HSU á Selfossi einnig aukist töluvert eða úr 5.555 árið 2019 í 7.316 árið 2023. Þá hefur meðallegutími nær tvöfaldast á sama tímabili eða úr 7,5 dögum í 15,3 daga. Þessi mikla fjölgun á svæðinu ásamt auknum fjölda þeirra sem leita heilbrigðisþjónustu hjá HSU kallar bæði á fjölgun starfsfólks en ekki síður á aukið húsnæði. Aðkallandi og alvarleg þörf á stærra og endurbættu húsnæði Síðast var byggt við sjúkrahúsið á Selfossi árið 2008 að undanskildu hjúkrunarheimilinu Móbergi, sem byggt var eftir lokun á tveimur öðrum hjúkrunarheimilum á svæðinu. Eitt sinn stóð til að byggja aðra hæð ofan á elsta hluta sjúkrahússins á Selfossi. Vinna við það verkefni var langt komin þegar í ljós kom að framkvæmdin reyndist ekki tæknilega möguleg. Síðan þá hefur lítil sem engin framþróun átt sér stað af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins. Aðkallandi þörf er á að ráðast í viðbyggingu við sjúkrahúsið á Selfossi og leysa þann mikla húsnæðisvanda sem HSU stendur frammi fyrir. Nægt landsvæði er til staðar við sjúkrahúsið og mun sveitarfélagið Árborg standa með stofnuninni í að skipuleggja það land sem þarf til. Með uppbyggingu á húsnæði HSU er lagður grunnur að því að stofnunin geti haldið áfram að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Ákall sveitarfélaga á Suðurlandi Á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga bókuðu sveitarfélögin sameiginlega ályktun þar sem þau kalla eftir tafarlausum aðgerðum: „Uppbygging húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á ríkisvaldið að setja uppbyggingu, endurbætur og viðhald Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í forgang.“ Þessi samhljóða afstaða sveitarfélaganna undirstrikar alvarleika málsins og sýnir að vandinn er ekki einangraður við stofnunina sjálfa heldur snertir alla íbúa á Suðurlandi. Áskorun til stjórnvalda Íbúaþróun og fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur aukið verulega álag á starfsfólk og starfsaðstöðu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrátt fyrir þetta mikla álag og skort á viðeigandi aðstöðu hefur starfsfólk HSU sýnt einstaka þrautseigju og staðið vörð um starfsemi stofnunarinnar svo eftir því er tekið. Slík staðfesta er þó ekki sjálfbær til lengdar. Án aukinna fjárveitinga til nauðsynlegra lagfæringa og stækkunar húsnæðis verður sífellt erfiðara að mæta vaxandi eftirspurn eftir þjónustu. Núverandi ástand er ekki viðunandi til framtíðar og kallar á tafarlaus og markviss viðbrögð stjórnvalda. Nú er tími kominn til að stjórnvöld taki af skarið! Mannauðurinn er til staðar — það sem vantar er aukið húsnæði og betri starfsaðstæður. Höfundur er formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur á undanförnum árum markvisst aukið og eflt þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu og á Suðurlandi. Stofnunin hefur með mikilli fagmennsku byggt upp mikilvæga þjónustu svo sem krabbameinsmeðferðir, geðheilbrigðisþjónustu, bráðalyflækningadeild og heimaspítala. Þá hefur stofnunin í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg unnið að verkefninu Gott að eldast sem miðar að því að veita faglega og samfellda velferðar- og heilbrigðisþjónustu í Árborg. Það sem hér er upptalið eru aðeins brot af þeim mikilvægu verkefnum sem HSU stendur fyrir með það að markmiði að veita heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa og gesti svæðisins. Álagið hefur aukist samhliða fjölgun íbúa á starfssvæði stofnunarinnar Frá árinu 2008 hefur íbúum í Árnessýslu fjölgað úr 15.167 í 22.520 árið 2025, sem jafngildir um 48% fjölgun samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili hafa komur erlendra ferðamanna til landsins fimmfaldast og stór hluti þeirra heimsækir starfssvæði HSU. Auk íbúafjölgunar og ferðamanna eru á svæðinu um átta þúsund sumarhús og fjöldi gisti- og tjaldsvæða. Það er því ljóst að þegar slys, sjúkdómar eða önnur bráð veikindi koma upp leitar fjölmennur hópur fólks til HSU eftir þjónustu. Þegar rýnt er í gögn úr ársskýrslu HSU kemur fram að árið 2019 voru 14.765 komur á bráðamóttöku HSU á Selfossi en árið 2023 hafði þeim fjölgað í 20.073. Þetta er aukning um 5.308 komur eða 36% á fjórum árum sem samsvarar um fjórtán fleiri komum á dag að meðaltali. Til samanburðar voru 17.147 komur á bráðamóttökuna á Akureyri árið 2023, sem undirstrikar umfang og mikilvægi þjónustunnar á Selfossi. Þá hafa legudagar á lyflækningadeild HSU á Selfossi einnig aukist töluvert eða úr 5.555 árið 2019 í 7.316 árið 2023. Þá hefur meðallegutími nær tvöfaldast á sama tímabili eða úr 7,5 dögum í 15,3 daga. Þessi mikla fjölgun á svæðinu ásamt auknum fjölda þeirra sem leita heilbrigðisþjónustu hjá HSU kallar bæði á fjölgun starfsfólks en ekki síður á aukið húsnæði. Aðkallandi og alvarleg þörf á stærra og endurbættu húsnæði Síðast var byggt við sjúkrahúsið á Selfossi árið 2008 að undanskildu hjúkrunarheimilinu Móbergi, sem byggt var eftir lokun á tveimur öðrum hjúkrunarheimilum á svæðinu. Eitt sinn stóð til að byggja aðra hæð ofan á elsta hluta sjúkrahússins á Selfossi. Vinna við það verkefni var langt komin þegar í ljós kom að framkvæmdin reyndist ekki tæknilega möguleg. Síðan þá hefur lítil sem engin framþróun átt sér stað af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins. Aðkallandi þörf er á að ráðast í viðbyggingu við sjúkrahúsið á Selfossi og leysa þann mikla húsnæðisvanda sem HSU stendur frammi fyrir. Nægt landsvæði er til staðar við sjúkrahúsið og mun sveitarfélagið Árborg standa með stofnuninni í að skipuleggja það land sem þarf til. Með uppbyggingu á húsnæði HSU er lagður grunnur að því að stofnunin geti haldið áfram að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Ákall sveitarfélaga á Suðurlandi Á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga bókuðu sveitarfélögin sameiginlega ályktun þar sem þau kalla eftir tafarlausum aðgerðum: „Uppbygging húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á ríkisvaldið að setja uppbyggingu, endurbætur og viðhald Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í forgang.“ Þessi samhljóða afstaða sveitarfélaganna undirstrikar alvarleika málsins og sýnir að vandinn er ekki einangraður við stofnunina sjálfa heldur snertir alla íbúa á Suðurlandi. Áskorun til stjórnvalda Íbúaþróun og fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur aukið verulega álag á starfsfólk og starfsaðstöðu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrátt fyrir þetta mikla álag og skort á viðeigandi aðstöðu hefur starfsfólk HSU sýnt einstaka þrautseigju og staðið vörð um starfsemi stofnunarinnar svo eftir því er tekið. Slík staðfesta er þó ekki sjálfbær til lengdar. Án aukinna fjárveitinga til nauðsynlegra lagfæringa og stækkunar húsnæðis verður sífellt erfiðara að mæta vaxandi eftirspurn eftir þjónustu. Núverandi ástand er ekki viðunandi til framtíðar og kallar á tafarlaus og markviss viðbrögð stjórnvalda. Nú er tími kominn til að stjórnvöld taki af skarið! Mannauðurinn er til staðar — það sem vantar er aukið húsnæði og betri starfsaðstæður. Höfundur er formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar