Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 07:30 Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Húsnæðismál Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samgönguáætlun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Sjá meira
Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun