Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 9. desember 2025 06:31 Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skóla- og menntamál Leikskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun