Innlent

Bein út­sending: Eurovision-ákvörðun og mót­mæli í Efsta­leiti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan útvarpshúsið í Efstaleiti í dag.
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan útvarpshúsið í Efstaleiti í dag. Vísir/Vilhelm

Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision 2026 verður tekin í dag. Stjórnarfundur Ríkisútvarpsins hefst klukkan 15:00 en boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan útvarpshúsið klukkan 14:30. Vísir verður með fréttamann á staðnum og fylgist með öllu í beinni útsendingu.

Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva samþykktu í síðustu viku að leyfa Ísrelum að taka þátt í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. Nokkur lönd tilkynntu þá þegar að þau myndu draga sig úr keppninni. Þeirra á meðal voru Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins hefur sagt ákvörðun um þátttöku Íslands verða tekna í dag. 

Fengið áskoranir víða að

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið áskoranir víða að um að falla frá þátttöku, meðal annars frá Björk og Páli Óskari. Tíu manns sitja í stjórn Ríkisútvarpsins, fulltrúar flokka í minni- og meirihluta á Alþingi. Stefán Jón Hafstein er stjórnarformaður.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðun um þátttöku í keppninni eigi að vera í höndum menningarmálaráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Ráðherrann sagði hinsvegar við fréttastofu í gær að ákvörðunin væri stjórnar, hann teldi sjálfur rétt að sniðganga Eurovision.


Tengdar fréttir

Björk beinir skila­boðum til stjórnar RÚV

Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári.

„Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“

Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 

Telur rétt að sniðganga Eurovision

Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×