Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2025 08:11 Skrifstofur embættis ríkissáttasemjara og HMS eru til húsa við Höfðatorg í Borgartúni. vísir/vilhelm Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum. Þetta má lesa úr svari Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, um kostnað vegna starfslokasamninga. Karl Gauti spurði hve margir samningar hafi verið gerðir innan ráðuneytisins annars vegar og hjá undirstofnunum þess hins vegar frá árinu 2018. Í svari ráðherra segir að engir starfslokasamningar hafi verið gerðir hjá ráðuneytinu sjálfu á tímabilinu, en það sé hins vegar tilfellið hjá sjö undirstofnunum ráðuneytisins. Auk embættis ríkissáttasemjara og HMS hafa verið gerðir sjö starfslokasamningar hjá Vinnueftirlitinu, tveir hjá Vinnumálastofnun og hjá Skipulagsstofnun, Tryggingastofnun og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur verið gerður einn starfslokasamningur í hverri stofnun. Nam kostnaður vegna þeirra 29,2 hjá Vinnueftirlitinu, 18,5 milljónum hjá Tryggingastofnun, 14,6 milljónum hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 11,7 milljónum hjá Skipulagsstofnun og 7,3 milljónum hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt svarinu er um að ræða starfslokasamninga sem gerðir hafa verið við forstöðumenn stofnana ráðuneytisins og sem fela í sér réttindi umfram það sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Loks var spurt hversu margir embættismenn ráðuneytisins og stofnana þess hafi verið fluttir til í starfi á sama tímabili. Lesa má úr svarinu að alls hafi fjórir verið færðir til, tveir í ráðuneytinu, einn hjá ríkissáttasemjara og einn hjá Vinnumálastofnun. Tæpar 30 milljónir í einn starfslokasamning í utanríkisráðuneytinu Karl Gauti sendi sambærilega fyrirspurn á öll ráðuneyti, en í samtali við Vísi á dögunum segir hann það hafa verið gert í framhaldi af umræðu um starfslok og flutning embættismanna hjá stofnunum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Þannig hafa starfslok Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur úr embætti ríkislögreglustjóra og flutningur hennar yfir í ráðuneytið til að mynda verið til umræðu auk þess sem starfslokasamningur við Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, rataði í fréttir fyrr á árinu. Félags- og húsnæðismálaráðherra er annar ráðherrann til að svara fyrirspurninni, en í síðustu viku barst svar frá utanríkisráðherra. Þar kom fram að frá árinu 2018 hafi aðeins verið gerður einn starfslokasamningur í ráðuneytinu. Samningurinn var gerður í fyrra og hefur kostnaður vegna hans numið 29,7 milljónum króna auk launatengdra gjalda, 8,7 milljónir á árinu 2024 og 21 milljón á þessu ári. Fréttastofa óskaði í síðustu viku eftir nánari upplýsingum um starfslokasamninginn en svar hefur ekki borist enn. Stjórnsýsla Kjaramál Alþingi Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Þetta má lesa úr svari Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, um kostnað vegna starfslokasamninga. Karl Gauti spurði hve margir samningar hafi verið gerðir innan ráðuneytisins annars vegar og hjá undirstofnunum þess hins vegar frá árinu 2018. Í svari ráðherra segir að engir starfslokasamningar hafi verið gerðir hjá ráðuneytinu sjálfu á tímabilinu, en það sé hins vegar tilfellið hjá sjö undirstofnunum ráðuneytisins. Auk embættis ríkissáttasemjara og HMS hafa verið gerðir sjö starfslokasamningar hjá Vinnueftirlitinu, tveir hjá Vinnumálastofnun og hjá Skipulagsstofnun, Tryggingastofnun og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur verið gerður einn starfslokasamningur í hverri stofnun. Nam kostnaður vegna þeirra 29,2 hjá Vinnueftirlitinu, 18,5 milljónum hjá Tryggingastofnun, 14,6 milljónum hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 11,7 milljónum hjá Skipulagsstofnun og 7,3 milljónum hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt svarinu er um að ræða starfslokasamninga sem gerðir hafa verið við forstöðumenn stofnana ráðuneytisins og sem fela í sér réttindi umfram það sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Loks var spurt hversu margir embættismenn ráðuneytisins og stofnana þess hafi verið fluttir til í starfi á sama tímabili. Lesa má úr svarinu að alls hafi fjórir verið færðir til, tveir í ráðuneytinu, einn hjá ríkissáttasemjara og einn hjá Vinnumálastofnun. Tæpar 30 milljónir í einn starfslokasamning í utanríkisráðuneytinu Karl Gauti sendi sambærilega fyrirspurn á öll ráðuneyti, en í samtali við Vísi á dögunum segir hann það hafa verið gert í framhaldi af umræðu um starfslok og flutning embættismanna hjá stofnunum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Þannig hafa starfslok Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur úr embætti ríkislögreglustjóra og flutningur hennar yfir í ráðuneytið til að mynda verið til umræðu auk þess sem starfslokasamningur við Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, rataði í fréttir fyrr á árinu. Félags- og húsnæðismálaráðherra er annar ráðherrann til að svara fyrirspurninni, en í síðustu viku barst svar frá utanríkisráðherra. Þar kom fram að frá árinu 2018 hafi aðeins verið gerður einn starfslokasamningur í ráðuneytinu. Samningurinn var gerður í fyrra og hefur kostnaður vegna hans numið 29,7 milljónum króna auk launatengdra gjalda, 8,7 milljónir á árinu 2024 og 21 milljón á þessu ári. Fréttastofa óskaði í síðustu viku eftir nánari upplýsingum um starfslokasamninginn en svar hefur ekki borist enn.
Stjórnsýsla Kjaramál Alþingi Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira