Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2025 14:53 Halla Tómasdóttir hefur heimsótt öll Norðurlöndin á embættistíð sinni. Vísir/Vilhelm Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur farið í fjórar opinberar heimsóknir frá embættistöku í ágúst 2024. Kostnaður vegna fyrstu ferðarinnar samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu, sem var ríkisheimsókn til Kaupmannahafnar á síðasta ári, nam alls um 4,8 milljónum króna. Þar af voru fargjöld um sjö hundruð og áttatíu þúsund krónur og dagpeningar um fjögur hundruð þúsund. Þá er annar kostnaður eins og leiga, veitingar, listafólk gjafir og blómakrans um 3,5 milljónir króna. Opinber heimsókn forsetans til Noregs í apríl á þessu ári kostaði samtals um 6,9 milljónir króna. Þar af voru fargjöld um milljón. Annar kostnaður var um 5,3 milljónir. Ari Eldjárn, GDRN og Vigdís Hafliða með Forsetinn fór í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í maí á þessu ári og kostaði sú ferð alls um 7,5 milljónir króna. Fjórða ferð forsetans til Finnlands í október kostaði svo alls um 1,5 milljónir króna en enn eiga eftir að að koma reikningar sem falla undir annan kostnað, sem er langstærsti kostnaðarliðurinn. Af þeim reikningum sem liggja fyrir hafa ferðirnar fjórar því kostað 20,7 milljónir króna. Til samanburðar kostuðu sömu fjórar ríkisheimsóknir Guðna Th. Jóhannessonar fyrrum forseta á árunum 2017 og 2018 að núvirði um 30 milljónir króna. Ýmsir listamenn voru í för með forsetanum í för þannig skemmti Ari Eldjárn grínisti gestum í móttöku í Kaupmannahöfn og Ósló. Meðlimir íslenska kokkalandsliðsins elduðu fyrir gesti í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir leik- og söngkona skemmti gestum í Stokkhólmi. Þá skemmti söngkonan GDRN í móttöku í Helsinki. GDRN, Vigdís Hafliðadóttir og Ari Eldjárn hafa fylgt forsetanum á ferðalögum hennar.Samsett Fulltrúar rúmlega hundrað fyrirtækja í sérstökum nefndum Íslandsstofa sá um að kynna ferðir forsetans fyrir fyrirtækjum og stofnunum og hafa alls 118 fyrirtæki fylgt með í ferðum forsetans sem sérstakar viðskiptasendinefndir. Embætti forseta Íslands tekur ekki þátt í ferðakostnaði þess vegna. Landsvirkjun, Veitur, Grænvangur, Kerecis og Samtök iðanaðarins fóru í þrjár ferðir forsetans af fjórum. Fimmtán fyrirtæki fóru í tvær ferðir. Þeirra á meðal er auglýsingastofan Pipar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Icelandair, Marel, Eimskip og Efla. Meðal fyrirtækja sem hafa farið í eina ferð með forsetanum eru Ölgerðin, Arion banki, Landsbankinn Río Tinto og Alvotech. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Rekstur hins opinbera Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur farið í fjórar opinberar heimsóknir frá embættistöku í ágúst 2024. Kostnaður vegna fyrstu ferðarinnar samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu, sem var ríkisheimsókn til Kaupmannahafnar á síðasta ári, nam alls um 4,8 milljónum króna. Þar af voru fargjöld um sjö hundruð og áttatíu þúsund krónur og dagpeningar um fjögur hundruð þúsund. Þá er annar kostnaður eins og leiga, veitingar, listafólk gjafir og blómakrans um 3,5 milljónir króna. Opinber heimsókn forsetans til Noregs í apríl á þessu ári kostaði samtals um 6,9 milljónir króna. Þar af voru fargjöld um milljón. Annar kostnaður var um 5,3 milljónir. Ari Eldjárn, GDRN og Vigdís Hafliða með Forsetinn fór í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í maí á þessu ári og kostaði sú ferð alls um 7,5 milljónir króna. Fjórða ferð forsetans til Finnlands í október kostaði svo alls um 1,5 milljónir króna en enn eiga eftir að að koma reikningar sem falla undir annan kostnað, sem er langstærsti kostnaðarliðurinn. Af þeim reikningum sem liggja fyrir hafa ferðirnar fjórar því kostað 20,7 milljónir króna. Til samanburðar kostuðu sömu fjórar ríkisheimsóknir Guðna Th. Jóhannessonar fyrrum forseta á árunum 2017 og 2018 að núvirði um 30 milljónir króna. Ýmsir listamenn voru í för með forsetanum í för þannig skemmti Ari Eldjárn grínisti gestum í móttöku í Kaupmannahöfn og Ósló. Meðlimir íslenska kokkalandsliðsins elduðu fyrir gesti í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir leik- og söngkona skemmti gestum í Stokkhólmi. Þá skemmti söngkonan GDRN í móttöku í Helsinki. GDRN, Vigdís Hafliðadóttir og Ari Eldjárn hafa fylgt forsetanum á ferðalögum hennar.Samsett Fulltrúar rúmlega hundrað fyrirtækja í sérstökum nefndum Íslandsstofa sá um að kynna ferðir forsetans fyrir fyrirtækjum og stofnunum og hafa alls 118 fyrirtæki fylgt með í ferðum forsetans sem sérstakar viðskiptasendinefndir. Embætti forseta Íslands tekur ekki þátt í ferðakostnaði þess vegna. Landsvirkjun, Veitur, Grænvangur, Kerecis og Samtök iðanaðarins fóru í þrjár ferðir forsetans af fjórum. Fimmtán fyrirtæki fóru í tvær ferðir. Þeirra á meðal er auglýsingastofan Pipar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Icelandair, Marel, Eimskip og Efla. Meðal fyrirtækja sem hafa farið í eina ferð með forsetanum eru Ölgerðin, Arion banki, Landsbankinn Río Tinto og Alvotech.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Rekstur hins opinbera Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira