Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2025 14:32 Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. En staðreyndin er sú að það þarf að laga og halda áfram að bæta kerfi sem halda samfélagi gangandi til þess að tryggja öryggi og velfarnað allra sem hér búa óháð uppruna. Í Bandaríkjunum mynda innflytjendur einungis um 15,8% af íbúafjöldanum en hafa oft verið notaðir sem blórabögglar, sérstaklega hjá Trump-stjórninni, til að keppa að völdum. Stjórnin sem er styrð af mönnum með rasískan bakgrunn og með áætlun um að gera Bandaríkin alhvít. Þessar sögur valda ekki aðeins sundrungu heldur einnig þöggun á mikilvægu hlutverki innflytjenda í samfélaginu. Í slíkri þögn eru það einungis háværustu raddirnar sem heyrast, með skaðlegum afleiðingum fyrir þá sem hafa ekki mátt til að verja sig. Ég spyr: Er það Ísland sem við viljum? Viljum við að menn sem vilja gera hið sama fyrir landið okkar taki ákvarðanir í þágu þjóðar okkar og samfélaga okkar? Finnst fólki í lagi að sjá innflytjendur handtekna og fangelsaða? Það byrjar með hundaflautunum og áróðrinum og endar svo með því sem við erum að verða vitni að í Bandaríkjunum í dag. Að mínu mati getur Ísland aldrei farið þangað, við þurfum að meta virkilega hvað er að gerast og hvert það mun leiða okkur. Nú nýlega birti Miðflokkurinn myndband sem teiknar upp gamla, alhvíta Ísland og skorar á þjóðina að snúa aftur til þessara „góðu gömlu daga“. Slík nostalgía lítur fram hjá raunveruleikanum um það hversu fjölbreytni er grundvöllur nútímagrósku Íslands. Með því að leita aftur til útilokandi fortíðar eru dregnir tortryggnisskuggar yfir þær andstæður sem styðja við og jafnvel halda samfélaginu gangandi í dag. Þögn gagnvart áróðri sem þessum er hættuleg og svipar til einangrunarhyggju sem kann að kosta Ísland dýrt á heimsvísu. Fyrir utan skort á fjölbreyttum röddum í valdastöðum og sem fyrirmynd, stefnir Ísland hættulega nær stöðnun og missir af menningarlegri auðgun. Miðflokkurinn, í leit sinni að atkvæðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, spilar á Trump-spjaldinu. Staðreyndin er sú að næstu kosningar snúast ekki um innflytjendur eða fortíð Íslands, heldur um Ísland í dag og hvernig við getum bætt þjónustu og lífsgæði okkar allra sem höfum kosningarétt. Mikilvægt er að muna að Ísland fortíðar var um samfélagslegan stuðning, þar sem við studdum náunga okkar. Mér hafa að minnsta kosti alltaf verið sagðar sögur um þessa gestrisni og nærgætni Íslendinga. Nú í dag, á nútíma Íslandi, erum við svo heppin að eiga nýja nágranna með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga margt eftir að deila með okkur. Látum ekki áróðurinn blekkja okkur eða sundra. Við verðum að standa saman og viðhalda þeirri fjölbreyttu og gjöfulu framtíð sem Ísland á skilið. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og íslenskur ríkisborgari af bandarískum uppruna.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun