Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma.

Bílar
Fréttamynd

Nýr rafbíll frá MG

Nýr rafbíll frá MG er væntanlegur til BL á haustmánuðum. Um er að ræða hlaðbak sem ber heitið MG4 sem er sérlega vel búinn fimm manna fjölskyldubíl í C millistærðarflokki. Forsala á MG4 hófst í vikunni og eru fyrstu bílarnir væntanlegir til BL við Sævarhöfða í lok október.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Reipitog á milli Ford F-150 Lightning og Rivian R1T

Tveir stórir rafpallbílar takast á í reipitogi. Bílarnir tveir eru ekki beinir keppinautar. Þeir eru þó meðal fyrstu rafpallbílanna sem komu á markað. Í myndbandinu má sjá Ford F-150 Lightning og Rivian R1T í reiðitogi. F-150 er talsvert stærri en R1T en þó ögn þyngri. Báðir eru bílarnir fjórhjóladrifnir.

Bílar
Fréttamynd

Geggjað bílasafn á Breiðdalsvík

Eitt glæsilegasta bílasafn landsins er á Breiðdalsvík en það er í gamla frystihúsinu á staðnum. Á safninu eru um tuttugu bílar, allt glæsikerrur, svo ekki sé minnst á sportbíla safnsins.

Innlent
Fréttamynd

Tesla Model Y að verða mest seldi bíll heims

Rafjepplingurinn Tesla Model Y er á hraðri leið með að vera mest seldi bíll ársins 2022 þegar horft er til tekna af sölu. Á næsta ári er útlit fyrir að Model Y verði mest seldi bíll heims þegar kemur að seldum eintökum. Það verður að teljast merkilegur árangur fyrir stóran rafbíl.

Bílar
Fréttamynd

Porsche blæjubíllinn sem var aldrei smíðaður

Porsche hefur nú birt frumgerð af blæju útgáfu af Cayenne sem er nú orðin 20 ára. Frumgerðin var kynnt sem hluti af 20 ára afmæli Cayenne. Hún er ekki ökuhæf og er í raun lítið annað en skelin.

Bílar
Fréttamynd

DeWALT trukkurinn í fyrsta sinn á Íslandi

DeWALT Yellow Deamon verkfæratrukkur með tengivagn er nú á ferðinni um landið. Trukkurinn er troðfullur af verkfærum sem hægt er að skoða og prófa og fá ráðgjöf sérfræðinga. Keppt verður um titilinn Skrúfumeistari Íslands og boðið upp á hamborgara. Trukkurinn verður staddur á Reyðarfirði á morgun, föstudag.

Samstarf
Fréttamynd

Haukur Viðar á Heklunni Íslandsmeistari í torfæru

Haukur Viðar Einarsson á bíl sínum Heklunni varð um helgina Íslandsmeistari í sérútbúnaflokki Íslandsmótsins í torfæru í fyrsta sinn, þegar tvær síðustu keppnir tímabilsins fóru fram á Akureyri. Haukur endaði með 101 stig í mótinu. Í öðru sæti varð Geir Evert Grímsson á Sleggjunni með 85 stig og í þriðja sæti varð Íslandsmeistari síðasta árs, Skúli Kristjánsson á Simba með 84 stig.

Bílar
Fréttamynd

Dacia Duster á toppnum annan mánuðinn í röð

Flestar nýskráningar í júlí voru skráningar bíla af Toyota tegund með 296 bíla og Kia var í öðru sæti með 239. Dacia var í þriðja með 234 bíla nýskráða. Vinsælasta nýskráða undirtegundin í júlí var Dacia Duster, annan mánuðinn í röð, með 226 bíla nýskráða. Upplýsingar um nýskráningar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Númera­plötur hækka um 136 prósent

Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl

Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu.

Innlent
Fréttamynd

Skýring á brotthvarfi Herbert Diess frá Volkswagen Group

Ákvörðun um uppsögn Herbert Diess, framkvæmdastjóra Volkswagen Group kom mörgum í opna skjöldu. Raunveruleg ástæða þess að hann var að endingu látinn taka pokann sinn var sú að eina verkefnið sem var eftir á borði hans síðan í desember síðastliðnum, olli talsverðum seinkunum á kynningum rafbíla eins og Porsche Macan, Artemites verkefni Audi og Bentley rafbílum. Diess var enn yfir hugbúnaðardeildinni CARIAD sem virðist hafa verið síðasta hálmstráið.

Bílar
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Volkswagen Group hættir

Herbert Diess, framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af því 1. september næstkomandi. Næsti framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar verður Oliver Blume, núverandi framkvæmdastjóri Porsche.

Bílar
Fréttamynd

Alpine kynnir rafdrifna blæjuútgáfu af A110

Franski sportbílaframleiðandinn Alpine, sem er í eigu Renault hefur kynnt til sögunnar hreinan rafblæjubíl sem er byggður á A110 bíl framleiðandans, sem til þessa hefur verið knúinn áfram af bensínmótor. Rafdrifna útgáfan mun bera nafnið A110 E-ternité

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Einvígi olíulausra V8 véla

Hvað gerist þegar olían er tekin af vélum tveggja bíla sem eru yfir tuttugu ára gamlir og átta strokka? Hvort endist BMW vélin lengur eða Lexus vélin, eins og myndbandið setur einvígið upp, Þýskaland gegn Japan. Annar bíllinn endist talsvert lengur en hinn.

Bílar
Fréttamynd

Ioniq 6 Saloon kynntur til sögunnar

Hyundai Motor hefur frumsýndi nýlega Ioniq 6 sem verður nýjasti rafbíllinn úr smiðju Hyundai, búinn 77 kWh rafhlöðu með 610 km drægni. Ioniq 6 styður við bæði 400-V og 800-V hleðslustöðvar. Með 350 kW hleðslu er hægt að hlaða Ioniq 6 frá 10 til 80 prósenta á aðeins 18 mínútum.

Bílar
Fréttamynd

Framleiðslu BMW i3 hætt

BMW hefur nú hætt framleiðslu rafbílsins i3 eftir að 250.000 eintök hafa verið smíðuð á þeim rúmu átta árum sem bíllinn hefur verið í framleiðslu. Síðustu tíu bílarnir voru framleiddir í sérstakri heimahafnar útgáfu (e.HomeRun).

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 valinn bíll ársins

Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB hefur valið Kia EV6 sem bíl ársins. Fyrir nafnbótina hlýtur bíllinn stálstýrið. Bíllinn var frumsýndur í nóvember á síðasta ári, síðan þá hefur hann einnig verið valinn bíll ársins í Evrópu.

Bílar
Fréttamynd

Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs

Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag.

Viðskipti innlent