Minna nú á skoðun ökutækja á Ísland.is Samgöngustofa hefur tengst stafrænu pósthólfi á Ísland.is og nýtir nú pósthólfið til að minna eigendur ökutækja á skoðunartíma ökutækisins. Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að með því að tengjast pósthólfinu voni þau að þeim gefist kostur á aukinni skilvirkni og betri þjónustu við viðskiptavini. Viðskipti innlent 1. júlí 2024 12:34
Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Neytendur 1. júlí 2024 07:40
Banninu verður ekki flýtt Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. Bílar 29. júní 2024 13:19
„Óframkvæmanlegt“ að flýta útfösun bensín- og dísilbíla Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir það óframkvæmanlegt að banna nýskráningu bíla sem ganga á jarðefnaeldsneyti eftir tæp fjögur ár. Vinsældir rafbíla hafa dvínað gríðarlega það sem af er árs. Bílar 28. júní 2024 20:31
Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Innlent 28. júní 2024 14:21
Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. Innlent 28. júní 2024 10:38
Rúntað um Reykjavík í Tesla Cybertruck Tesla Cybertruck verður til sýnis hér á landi um helgina, eftir að hafa flakkað um Evrópu síðustu vikur. Einn helsti Teslu-áhugamaður landsins segir bílinn uppfylla allar hans kröfur. Bílar 27. júní 2024 19:44
Framkvæmdum ljúki „vonandi fyrir verslunarmannahelgi“ Vegagerðin stefnir að því að ljúka framkvæmdum við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar fyrir verslunarmannahelgi, þannig að umferð tefjist ekki lengur við þessi fjölförnustu gatnamót landsins. Innlent 25. júní 2024 19:55
Ekki lengur áhættulaust að svindla á bílprófinu Fólk sem verður staðið að svindli í ökuprófum má svipta réttinum til að þreyta ökuprófið að nýju í allt að hálft ár. Áður gátu viðkomandi mætt aftur í prófið viku síðar. Innlent 24. júní 2024 11:15
Teslum oftar ekið á mannvirki en öðrum bílum Tryggingafélagið Sjóvá hefur sent viðskiptavinum sínum, sem eiga bifreiðar af gerðinni Tesla, tölvupóst þar sem athygli er vakin á því að Teslum er ekið oftar á mannvirki en öðrum bílum. Innlent 24. júní 2024 07:07
Neyddust til að farga tugum sendibíla og glæsijeppum Rúmlega þrjátíu nýir Toyota-bílar; aðallega Proace sendibílar en einnig fáeinir af gerðinni Land Cruiser, hefur verið eða verður fargað. Innlent 21. júní 2024 08:01
Grunlaus eigandi dularfulls bíls fær hann ekki afhentan Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda bíl, sem það lagði hald á í janúar á þessu ári, til eigandans. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Innlent 20. júní 2024 14:06
Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. Innlent 19. júní 2024 13:43
Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. Innlent 18. júní 2024 14:22
Átta ára með sinn eigin bíl á bílasýningu á Akureyri Á bílasýningu Akureyrar í dag, þjóðhátíðardaginn, 17. júní verða til sýnis þrír nýsmíðaðir torfærubílar, og eru það þrjár kynslóðir sem sýna hver sinn bíl. Bílarnir heita Léttfeti, Snáðinn og Snúðurinn. Lífið 17. júní 2024 08:05
Brimborg lækkar verð á rafbílnum Volvo EX30 Brimborg hefur náð samkomulagi við Volvo Cars um verðlækkun á Volvo EX30 rafbílnum, næst vinsælasta rafbílnum á Íslandi, sem meðal annars innifelur þriggja ára þjónustu og viðhald. Samstarf 14. júní 2024 08:31
Nýr Peugeot E-3008 rafbíll frumsýndur í Brimborg Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Samstarf 13. júní 2024 08:31
Ljúgandi málpípa Sjálfstæðisflokksins Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Skoðun 13. júní 2024 07:01
Áhugaverðar ákvarðanir Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Skoðun 12. júní 2024 17:00
Bílaumboðið Una skrifar undir samning við XPENG Bílaumboðið Una ehf., systurfélag Bílaumboðsins Öskju, hefur skrifað undir samning við bílaframleiðandann XPENG og þannig tryggt sér sölu- og dreifingarrétt á Íslandi. Samstarf 11. júní 2024 14:13
Brimborg lækkar verð á Polestar Brimborg og bílaframleiðandinn Polestar hafa komist að samkomulagi um verðlækkun á Polestar 2. Um takmarkað magn er að ræða. Samstarf 7. júní 2024 13:29
Ný leið fyrir fyrirtæki til að rafvæða bílaflotann Hentar ehf. hefur verið starfrækt í tvö ár og býður upp á rekstrarleigu á ökutækjum þar sem áhersla er lögð á nýja rafbíla með fjölbreyttu úrvali af ökutækjum sem Bílaumboðið Askja býður upp á. Samstarf 5. júní 2024 08:31
Toyota fagnar sumrinu á laugardag Sumri verður fagnað hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag, 8. júní. Þá verður efnt til sýningar þar sem sjá má alla Toyota línuna og söluráðgjafar verða að sjálfsögðu í sumarskapi og finna rétta bílinn sem hentar fyrir ferðalögin fram undan. Samstarf 4. júní 2024 14:27
Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. Neytendur 4. júní 2024 07:02
Nýr CLE 53 frá Mercedes-AMG frumsýndur á laugardag Mercedes-Benz á Íslandi býður gestum og gangandi einstakt tækifæri til þess að sjá þennan magnaða CLE 53 frá Mercedes-AMG á laugardag milli kl 12-16 . Tilvalið að koma við á leið á kjörstað og upplifa sportlegan og kraftlegan AMG bíl frá Mercedes-Benz. Samstarf 30. maí 2024 08:41
Rúta brann til kaldra kola við Sóltún Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus. Innlent 24. maí 2024 20:05
Stöðvaði innbrotsþjóf sem var hálfur inni í bílnum Umráðamaður bifreiðar náði að koma í veg fyrir að innbrotsþjófur kæmist burt eftir að hann greip þjófinn glóðvolgan. Þjófurinn var hálfur inni í bílnum þegar komið var að honum. Innlent 24. maí 2024 17:55
Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Innlent 18. maí 2024 23:01
Kviknaði í bensínbíl í akstri á Dalbraut Eldur kviknaði í fólksbíl á gatnamótum Dalbrautar og Sæbrautar nú í kvöld. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins fljótt og engum sögum fer af því að ökumann bílsins hafi sakað. Innlent 16. maí 2024 21:35
Í fyrsta skipti í hálfa öld dregst bílasala saman í hagvexti Sala á nýjum bílum er að dragast skarpt saman þrátt fyrir hagvöxt, nokkuð sem hefur ekki gerst í liðlega hálfa öld, en á sama tíma er sala á notuðum bílum að ganga vel. Ýmis bílaumboð áttu umtalsvert af nýjum bílum um áramótin en sú staða hefur batnað eftir því sem leið á árið, að sögn viðmælanda Innherja. Bankamaður telur engin teikn á lofti hvað varðar getu bílaumboðanna við að standa í skilum en fjármagnskostnaður bílaumboða getur verið um tólf prósent. Innherji 15. maí 2024 17:14