Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. Fótbolti 22. mars 2024 14:01
Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Fótbolti 22. mars 2024 13:08
„KSÍ í rauninni breytir eigin reglum“ Albert Guðmundsson, hetja íslenska landsliðsins í gærkvöld, fékk ákveðna undanþágu hjá KSÍ til að spila leikinn. Sambandið breytti eigin reglum til að heimila þátttöku hans. Fótbolti 22. mars 2024 13:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi. Fótbolti 22. mars 2024 12:21
„Ekki fallega gert af Gylfa“ Draumur allra FH-inga var að Gylfi Þór Sigurðsson myndi snúa aftur í Kaplakrika og spila með uppeldisfélagi sínu á lokastigum ferilsins. Hann mun hins vegar spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni sem leikmaður Vals í sumar. Fótbolti 22. mars 2024 12:00
Albert dró verulega úr áhyggjum UEFA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá til þess í gærkvöld að Ísrael muni ekki spila í lokakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Það einfaldar verulega skipulag öryggisgæslu á mótinu. Fótbolti 22. mars 2024 11:01
Rekinn vegna sambands við leikmann Matt Lampson, markmannsþjálfari bandaríska kvennafótboltaliðsins Houston Dash, hefur verið rekinn úr starfi. Fótbolti 22. mars 2024 10:38
Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. Fótbolti 22. mars 2024 10:01
Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. Fótbolti 22. mars 2024 09:31
Heimir andartaki og ótrúlegu sjálfsmarki frá því að slá út Bandaríkin Afar slysalegt sjálfsmark á allra síðustu stundu kom í veg fyrir að Heimir Hallgrímsson og hans menn í Jamaíka næðu að slá út Bandaríkin, á útivelli, í undanúrslitum Þjóðadeildar CONCACAF, eða Mið- og Norður-Ameríku. Fótbolti 22. mars 2024 08:00
Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. Fótbolti 22. mars 2024 07:31
Þýska landsliðið yfirgefur Adidas eftir 77 ára samstarf og mun klæðast Nike Þýsku landsliðin í knattspyrnu kvenna og karla munu frá og með 2027 ekki lengur leika í fatnaði þýska íþróttavöru- og tískurisans Adidas. Samningur náðist við bandaríska fyrirtækið Nike til ársins 2034. Fótbolti 22. mars 2024 07:01
KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. Fótbolti 21. mars 2024 22:48
„Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. Fótbolti 21. mars 2024 22:42
„Smá heppni með okkur og góður karakter“ Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var eðlilega stoltur af liðinu eftir magnaðan 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld. Með sigrinum er Ísland nú aðeins einum sigri frá sæti á EM í sumar. Fótbolti 21. mars 2024 22:37
„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. Fótbolti 21. mars 2024 22:27
Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. Fótbolti 21. mars 2024 22:22
Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Fótbolti 21. mars 2024 22:12
Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. Fótbolti 21. mars 2024 22:07
Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. Fótbolti 21. mars 2024 21:46
Pólland vann gegn tíu Eistum og mætir Wales Ísland er ekki eina liðið sem keppir í umspili Evrópumótsins. Wales mun mæta Póllandi og Georgía mætir Grikklandi í úrslitaleikjum um sæti á EM í sumar. Fótbolti 21. mars 2024 21:43
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Fótbolti 21. mars 2024 21:42
Húsnæðisleit í ráðhúsi og tveir reknir í tengslum við spillingarmálið Spænska knattspyrnusambandið rak tvo háttsetta aðila og lögreglan á Spáni gerði frekari húsnæðisleitir í dag. Allt er þetta viðbragð við rannsókn á víðamiklu mútu- og spillingarmáli í stjórnartíð Luis Rubiales. Fótbolti 21. mars 2024 21:00
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Fótbolti 21. mars 2024 20:42
Albert, Hákon og Orri byrja allir í kvöld Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, byrjar með mjög sókndjarft lið í leiknum á móti Ísraelsmönnum í Búdapest í kvöld. Fótbolti 21. mars 2024 18:33
Bjarki Már leitar að Tólfunni í Búdapest Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, gerði sér ferð frá heimabæ sínum Veszprém í Ungverjalandi til höfuðborgarinnar Búdapest til að líta umspilsleik Íslands augum. Fótbolti 21. mars 2024 17:18
Heimir Hallgríms henti tveimur úr landsliðinu vegna agabrots Það er óhætt að segja að Heimir Hallgrímsson mæti með vængbrotið lið í undanúrslitaleik Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku. Fótbolti 21. mars 2024 15:48
Kátt á hjalla þegar Logi og félagar fögnuðu Ásgeiri Kátt var á hjalla hjá Loga Bergmanni Eiðsyni og öðrum aðstandendum heimildarmyndar um einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins Ásgeir Elíasson þegar sýning á myndinni fór fram í Sambíóum Kringlunni í gær. Lífið 21. mars 2024 15:35
Tjallar héldu uppi stuðinu á Hlíðarenda: „Alveg trylltir“ Fimm Bretar vöktu mikla kátínu á meðal áhorfenda á N1-vellinum við Hlíðarenda í gær þegar Valur mætti ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins. Þeir héldu uppi stemningunni á vellinum og mátti vel heyra í þeim í sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Íslenski boltinn 21. mars 2024 15:00
Sjáðu vítakeppnina og mörkin í fyrsta leik Gylfa með Val Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Val urðu að sætta sig við tap í fyrsta keppnisleik hans með liðinu. ÍA vann sigur á Val í vítakeppni og tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta. Nú má sjá mörkin og vítaspynukeppnina úr leiknum inn á Vísi. Íslenski boltinn 21. mars 2024 13:31